Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 317
B Ú N A Ð A R R I T
311
sem ekki hafa sent skýrslur, en þeim, sem þær hafa
sent, þá erum við íslendingar komnir með okkar bólu-
efni, það langt áleiðis að það stendur framar bóluefn-
um nágrannaþjóða okkar, sem bólusetja, því að þar er
enn talið gott, ef ekki drepst nema 3°/o af bólusettu fé
úr pest.
Hversu mikils virði bólusetningin sé til varnar pest-
inni, má fá nokkra hugmynd um með því að athuga
það að hjá þessum 500 fjáreigendum, sem skýrslur hafa
sent, eru 127 kindur á pestaraldri (lömb og veturgam-
alt) sem ekki var bólusett — og af þeim drepast 52
eða 40,9 °/o. Að vísu mun mega gera ráð fyrir því, að
þetta fé hafi komið seinna fyrir, verið á flækingi o. s.
frv. og því næmara fyrir en hitt, sem heima var og náð-
ist í að bólusetja, en þó talan vegna þessa ætti að vera
eitthvað lægri en 40,9 °/o þá sýnir hún hver vágestur
bráðafárið enn væri, ef bólusetningin ekki hefði komið
til sögunnar, og hve feykimikið íslenzkir fjáreigendur
eiga þeim mönnum að þakka — Magnúsi Einarssyni
og C. O. Jensen — sem á sínum tíma beittu sér fyrir
því að útbreiða hana. 011 þjóðin stendur þar í þakk-
lætisskuld sem seint verður full borguð.
Það var reynt í fyrra, að búa hin ýmsu númer af
bóluefninu sem líkast til, og var þá stuðst við reynzl-
una í hitteðfyrra.
Reynslan sýnir þá líka, að þau hafa verið mjög svipuð.
Vert er að benda mönnum á það, að mjög þarf þess
að gæta að ekki komist óhreinindi í glösin, þegar þau
eru opnuð. Það eru tvö dæmi frá síðasta hausti, sem
virðast benda til þess að menn í þessu efni séu ekki
nægilega varkárir. Annar opnaði glas og bólusetti lið-
lega 20 kindur úr því. Það gekk allt vel. Viku síðar
bólusetti hann úr afganginum og þá gróf í nokkrum
kindunum. Hinn bólusetti 9 kindur með leif úr glasi frá
í hitteðfyrra. Það var nr. sem þá reyndist sterkt, og
sem vitanlega ekki átti að nota nú. En það var gert og