Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 318
312
BÚNAÐARRIT
8 lömb drápust af 9. Miklar líkur eru til að í báðum
þessum tilfellum hafi ekki verið gætt nægilegs hrein-
lætis. Síðara tilfellið er ekki talið á skýrslunni, af því
bóluefnið var frá 1929, en það fyrra er talið með því
fé sem drepist hefur, og var þó vafasamt hvert ekki
hefði átt að sleppa því.
Munið því bændur að þið getið vel notað bóluefni
frá því í fyrra, úr óáteknum, tilluktum glösum, en hafið
þið notað nokkuð úr glasinu, og þurfið þið að geyma
hitt í lengri eða skemmri tíma, þá passið og passið vel
að engin óhreinindi komist í það.
Af síðari skýrslunni sést hvernig heimturnar með
skýrslurnar hafa orðið úr hinum einstöku sýslum. Þær
eru misjafnar en eiga vonandi eftir að batna.
Þar sést Iíka að bráðafárið er misskætt í sýslum
landsins. Það er mikill munur á því hve margt er dautt
áður en farið er að bólusetja. Ef til vill er nú bólusett
missnemma, og áraskifti eru að því hve snemma byrjar
að drepast úr pest. Stundum og sumstaðar er farið að
drepast úr henni fyrir réttir, og þó nokkuð oft drepst
fleira eða færra í sláturtíð á haustin. Til þess að verj-
ast þessu hafa þó nokkrir tekið upp á því að bólusetja
lömbin áður en þau eru rekin á fjall á vorin. Þau eru
þá almennt bólusett með einum skamti, og reynzlan
sýnir að með því eru þau varin fyrir bráðafári fram-
eftir haustinu. Ég býst við að Rangvellingar, Árnesing-
ar og ýmsir fleiri eigi að taka til rækilegrar athugunar,
hvort þeir eigi ekki að taka upp þennan sið. Talan um
það, hvað margt hafi verið dautt áður en bólusett var
er of lág, því margir taka fram að það sé fleira, eða
segja »nokkuð« mikið án þess að tilgreina töluna nán-
ar. Því segir hún ekki til um nema nokkurn hluta þess
fjár sem drepist hefur hjá þessum fjáreigendum, áður
en bólusett var.
Var verð ég við það á svörum ýmsra, að þeir búast
við því, að þegar búið sé að tví-bólusetja kindina, þá