Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 319
BÚNAÐARRII’
313
sé hún orðin ónæm fyrir bráðafári. Þetta er misskiln-
ingur. Við vitum nú ekki hve lengi það ónæmi, sem
kindin fær við bólusetninguna varir. Við höldum að það
vari kringum ár, og við búumst við að því oftar sem
kindin er bólusett, því minna móttækileg verði hún fyrir
bráðafári, og því lengur verði hún ónæm eftir bólusetn-
ingu. En reynzlan sýnir að ónæmið er mislangt hjá fénu
og meiri hlutinn af bólusettu fé, sem smitast og drepst
af pest, eftir að það hefur verið bólusett að haustinu
drepst þegar komið er fram á vetur. Bendir það til þess
að ónæmið sé þá farið að minnka eða farið með öllu.
Þetta er eitt af því sem þarf að rannsaka. En reynzlan
sýnir það glöggt, að það getur enginn verið viss um
að féð hans drepist ekki úr bráðafári í vetur, þó hann
hafi bólusett það allt í fyrra. En því eldri sem kindin
er og því oftar, sem hún hefur verið bólusett, því minni
líkur eru fyrir því að hún sýkist af bráðafári, og það
verður að vera reynzla bóndans á hverri einni jörð,
hvað gamalt fé hann þurfi að bólusetja.
Eg sé ekki ástæðu til að vera að birta neitt af því,
sem þeir er skýrslurnar hafa gefið hafa skrifað á bök-
in. Þó eru þar oft upplýsingar sem eru mikils virði, og
margir mættu sjá.
Einn segir frá því hvernig hann hafi mist úr pest,
áður en bólusetningin byrjaði, annar hvernig reynzla
hans hafi undanfarin ár verið á danska bóluefninu o. s.
frv. En það sem um þetta er sagt, sýnir að oft hefur
drepist meira eftir að búið var að bólusetja en síðast-
liðið ár, og að það eru stórar skráveifur, sem bráða-
fárið hefur gert mönnum hér áður.
Ég held ég verði að enda með því, að setja hér það
sem tveir setja aftan á sínar skýrslur, því það kemur
hvergi fram í tölunum hér að framan, en er að öðru
leyti nokkuð sagt, í því sem ég hef tekið fram áður.
Annar segir: »Nágranni minn, eða húsmaður hjá hon-
um, átti 4 lömb og 1 kind veturgamla. Honum þótti