Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 5

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 5
D VÖL 83 gráta. „Gráttu ekki,“ sagði hann, >.ég er hjá þér.“ Þá glaðnaði yfir henni. Þau fóru saman í kvik- myndahús. Að lokum bjóst hann við að þau mundu giftast. En sá kafli sögunnar var dálítið óljós. En auðvitað skeði aldrei neitt slys, og hann hafði aldrei kjark til að segja neinum frá einstæðings- skap sínum. Og stamið var svo hræðilegt. Hann var lítill, gekk með gleraugu og var nærri því alltaf bólugrafinn í andliti. Dökku fötin hans voru orðin snjáð og ermastutt og stígvélin báru það greinilega með sér, hvað þau höfðu kostað, þó að þau væru vandlega burstuð. Það voru stígvélin, sem eyðilögðu dagdrauma hans í þetta skipti. Hann var að brjóta heilann um, hvað hann ætti að segja við fall- egu, ungu dóttur lávarðarins í bíln- um á leiðinni til Grosvenor Square. Hann gekk í þungum þönkum, þeg- ar hann allt í einu skynjaði nær- veru stígvélanna, og fann hvernig Þau tróðu sér, svört og afskræmd, 1 gegnum gegnsæja draumsýn hans. Hvað þau voru ljót! Og svo sorg- lega ólík þessum glæsilegu, gljá- íeegðu stígvélum, sem umluktu fætur hinna ríku! Þau höfðu ver- ið nógu ljót, þegar þau voru ný; hú voru þau blátt áfram andstyggi- ieg. Engar skóþvingur höfðu rétt Þau af á næturnar, og yfirleðrið, rétt ofan við táhettuna, var sett djúpum, ljótum hrukkum. í gegn úm skósvertuna sást þétt net af óteljandi smá-sprungum í skorpnu leðrinu. Á vinstri skó, utan fótar, hafði sólinn losnað frá og verið stagaður við aftur með grófgerð- um þræði, Svart lakkið á „kóssun- um“ hafði nuddast af við sífelldan núning skóreimanna, svo að skein í beran koparinn. Ó, þau voru hræðileg, þessi stíg- vél, þau voru viðbjóðsleg! En þau urðu að endast honum lengi enn. Peter byrjaði enn einu sinni á út- reikningunum, sem hann hafði svo oft glímt við áöur. Ef hann eyddi hálfu öðru penny minna í morg- unverð á hverjum degi, ef hann gengi í skrifstofuna á hverjum morgni, þegar veðrið væri gott, í staðinn fyrir að fara með stætis- vagni .... En hversu vandlega og hversu oft, sem hann reiknaði, voru tuttugu og sjö skildingar og þrjú pence á viku alltaf sama upp- hæðin. Stígvél voru dýr; og þegar hann væri búinn að spara saman nóg til að kaupa stígvél, voru föt- in eftir. Og það, sem verst var, vorið var komið; brumið var að springa út, sólin skein og meðal elskendanna gekk hann einn. Raunveruleikinn var honum of- jarl í dag; hann gat ekki komizt undan. Stígvélin fylgdu honum, hvenær sem hann reyndi að flýja, og drógu hug hans hans aftur að eigin bágindum. II. Ungu stúlkurnar tvær gengu út af fjölförnum gangstígnum eftir tjarnarbakkanum, upp mjóan stíg í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.