Dvöl - 01.04.1940, Side 8

Dvöl - 01.04.1940, Side 8
86 D VÖL Það var þögn andartak. „Ó, guð, láttu þær ekki sjá það,“ sagði Peter biöjandi. ,,Ef karlmenn vildu,“ sagði sú háraddaða hugsandi, „ef karlmenn vildu aðeins láta sér skiljast, að ... .“ Ákaft hundsgelt og urr yfir- gnæfði rödd hennar. Stúlkurnar snéru sér í áttina, sem hávaðinn kom úr. „Pongo!“ hrópuðu þær samtímis, kvíðafullar og skipandi. Og aftur enn ákafar: „Pongo!“ En köll þeirra báru engan árang- ur. Pongo og rottuhundurinn voru komnir í of ákafan bardaga til þess, að gefa þeim nokkurn gaum. „Pongo! Pongo!“ „Benny!“ kölluðu litla stúlkan og feita barnfóstran hennar, sem áttu rottuhundinn, en jafn árangurs- laust. „Benny, komdu strax!“ Stundin var komin, þessi þýð- ingarmikla stund, sem hann hafði þráð svo ákaft, svo heitt og inni- lega. Pagnandi kastaði Peter sér á milli hundanna. „Farðu burtu, ótugtin þín,“ hreytti hann út úr sér og sparkaði í írska rottuhund- inn. Því að rottuhundurinn var óvinurinn, franski bolhundurinn — franski bolhundurinn þeirra — vin- urinn, sem hann var kominn til að hjálpa, eins og einn af guðun- um frá Olympus í Illionskviðu. „Farðu burtu!“ í ákafanum gleymdi hann, að hann stamaði. Stafurinn f var honum alltaf erfiður; en nú hafði hann hrópað „farðu burtu“ hiklaust og án þess að stama. Hann þreif í stuttu rófuna á þeim, greip í hálsbandið og reyndi að draga þá í sundur. Öðru hvoru sparðaði hann í rottuhundinn. En það var bolhundurinn, sem beit hann. Hann var jafnvel enn heimskari en Ajax,*) því að hann skildi ekki, að sá ódauðlegi var að veita hon- um lið. En Peter fann ekki til neinnar gremju í hita bardagans, og kenndi varla nokkurs sársauka. Blóðið vætlaði úr röð af tannaför- um á vinstri hendi. „Ó—ó!“ hrópaði sú háraddaða, eins og það hefði verið hún, sem var bitin. „Gætið yðar,“ sagði sú ráma í kvíðafullum áminningarróm. „Gæt- ið yðar!“ Raddir þeirra voru honum hvatn- ing til enn frekari aðgerða. Hann sparkaði og togaði enn ákafar. Og að lokum tókst honum að skilja hundana brot úr sekúndu. Brot úr sekúndu hafði hvorugur hundurinn tak á hinum með tönnunum. Peter greip tækifærið, þreif í hnakka- drambið á bolhundinum og lyfti honum upp í loftið urrandi og glefsandi. Rottuhundurinn stóð fyrir framan hann geltandi og gerði öðru hvoru æðisgengna til- raun til að hoppa upp og glefsa í svartar afturlappir óvinarins. Pet- er hóf Pongo hátt á loft, eins og Perseus hóf upp höfuð Gorgons, og hélt rottuhundinum frá sér með fótunum. Barnfóstran og litla *) Grísk söguhetja.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.