Dvöl - 01.04.1940, Síða 9

Dvöl - 01.04.1940, Síða 9
D VÖL 87 stúlkan, sem nú hafði áttað sig, nálguðust hundinn aftan frá og tókst loks að krækja taumnum í hálsbandið. Svo drógu þær hann af stað, en hann spyrnti við með öllum fótum, geltandi, en þó veikt — því að bandið herti svo að háls- inum. Pongo hékk á svörtum háls- feldinum, sex fet yfir jörðu og spriklaði árangurslaust. Peter snéri við og gekk til gyðj- anna. Sú ráma hafði skásett augu og dapran svip í kringum munn- inn; það var mjótt og raunalegt andlit. Sú háraddaða var búldu- leitari, ljósrauðari og hvíta'ri á hörund og bláeyg. Peter horfði á Þær til skiptis og vissi ekki hvor honum þótti fallegri. Hann setti Pongo frá sér. „Hérna er hundurinn ykkar,“ ætlaði hann að segja. En yndisþokki þessara hýrðlegu vera vakti skyndilega sjálfsvitund hans og með henni stamið. ,,Hé-há. .. .“ byrjaði hann, en hann komst ekki lengra. H hafði alltaf veriö erfiður stafur fyrir Peter. Fyrir öll algeng orð, sem byrj- uöu á erfiðum staf, hafði Peter Ýms auðveldari samnefni á reiðum höndum. Þannig kallaði hann hænsni „pútur“, ekki af neinum barnalegum tepruskap, heldur af Því að það var auðveldara fyrir hann að segja p en h. í staðinn fyrir kol notaði hann hið almenna °rö eldsneyti. Skít kallaði hann óhreinindi. f leit sinni að sam- hefnum hafði hann náð engu minni leikni en hin fornu engil- saxnesku skáld, sem notuðu staf- rím í staðinn fyrir hljóðrím, og neyddust því til að finna sam- nefni eða kenningar fyrir ýms orð eða heiti. En Peter gat ekki tekið sér eins víðtæk skáldaleyfi og hinir engil-saxnesku forfeður hans, og varð því stundum að láta sér nægja að stafa þau erfiðu orð yfir hluti og hugtök, sem ekki höfðu nein þægileg og hversdags- leg heiti sömu merkingar. Þannig var hann aldrei viss um hvort hann ætti heldur að kalla bolla könnu eða bo-olla. Núna var það orðið „hundur“, sem stóð í honum. Peter þekkti nokkur orð sömu merkingar. Af því að hv var svolítið auðveldara fyrir hann en h, þá gat hann venjulga sagt „hvutti“ eða „hvolp- ur“, ef honum var mjög mikið niðri fyrir. En návist þessara gyðja var svo lamandi, að Peter gat hvor- ugu komið upp. Hann gerði kvala- fullar tilraunir til þess að koma upp einhverju af þessum þrem orðum, fyrst hundur, þá hvutti og ioks hvolpur, en árangurslaust. Hann stóð þarna á öndinni og gapti, rauður og þrútinn í framan. „Þarna er ’ann seppi yðar,“ gat hann loks stunið upp. Honum fannst að vísu, að orðið seppi væri alltof grófgert fyrir eyru þessara draumadísa, en það var eina orð- ið, sem hann gat komið upp. „Þakka yður voða vel fyrir.“ „Þér voruð afbragð, hreinasta af-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.