Dvöl - 01.04.1940, Síða 9
D VÖL
87
stúlkan, sem nú hafði áttað sig,
nálguðust hundinn aftan frá og
tókst loks að krækja taumnum í
hálsbandið. Svo drógu þær hann
af stað, en hann spyrnti við með
öllum fótum, geltandi, en þó veikt
— því að bandið herti svo að háls-
inum. Pongo hékk á svörtum háls-
feldinum, sex fet yfir jörðu og
spriklaði árangurslaust.
Peter snéri við og gekk til gyðj-
anna. Sú ráma hafði skásett augu
og dapran svip í kringum munn-
inn; það var mjótt og raunalegt
andlit. Sú háraddaða var búldu-
leitari, ljósrauðari og hvíta'ri á
hörund og bláeyg. Peter horfði á
Þær til skiptis og vissi ekki hvor
honum þótti fallegri.
Hann setti Pongo frá sér. „Hérna
er hundurinn ykkar,“ ætlaði hann
að segja. En yndisþokki þessara
hýrðlegu vera vakti skyndilega
sjálfsvitund hans og með henni
stamið. ,,Hé-há. .. .“ byrjaði hann,
en hann komst ekki lengra. H
hafði alltaf veriö erfiður stafur
fyrir Peter.
Fyrir öll algeng orð, sem byrj-
uöu á erfiðum staf, hafði Peter
Ýms auðveldari samnefni á reiðum
höndum. Þannig kallaði hann
hænsni „pútur“, ekki af neinum
barnalegum tepruskap, heldur af
Því að það var auðveldara fyrir
hann að segja p en h. í staðinn
fyrir kol notaði hann hið almenna
°rö eldsneyti. Skít kallaði hann
óhreinindi. f leit sinni að sam-
hefnum hafði hann náð engu
minni leikni en hin fornu engil-
saxnesku skáld, sem notuðu staf-
rím í staðinn fyrir hljóðrím, og
neyddust því til að finna sam-
nefni eða kenningar fyrir ýms orð
eða heiti. En Peter gat ekki
tekið sér eins víðtæk skáldaleyfi og
hinir engil-saxnesku forfeður hans,
og varð því stundum að láta sér
nægja að stafa þau erfiðu orð
yfir hluti og hugtök, sem ekki
höfðu nein þægileg og hversdags-
leg heiti sömu merkingar. Þannig
var hann aldrei viss um hvort
hann ætti heldur að kalla bolla
könnu eða bo-olla.
Núna var það orðið „hundur“,
sem stóð í honum. Peter þekkti
nokkur orð sömu merkingar. Af
því að hv var svolítið auðveldara
fyrir hann en h, þá gat hann
venjulga sagt „hvutti“ eða „hvolp-
ur“, ef honum var mjög mikið
niðri fyrir. En návist þessara gyðja
var svo lamandi, að Peter gat hvor-
ugu komið upp. Hann gerði kvala-
fullar tilraunir til þess að koma
upp einhverju af þessum þrem
orðum, fyrst hundur, þá hvutti og
ioks hvolpur, en árangurslaust.
Hann stóð þarna á öndinni og
gapti, rauður og þrútinn í framan.
„Þarna er ’ann seppi yðar,“ gat
hann loks stunið upp. Honum
fannst að vísu, að orðið seppi væri
alltof grófgert fyrir eyru þessara
draumadísa, en það var eina orð-
ið, sem hann gat komið upp.
„Þakka yður voða vel fyrir.“
„Þér voruð afbragð, hreinasta af-