Dvöl - 01.04.1940, Page 11
D VÖL
skyldu þær hafa verið að hvíslast
á um? Ef til vill voru þær að tala
um það, hvort þær ættu að bjóða
honum heim í te. Og honum hafði
ekki fyrr dottið það í hug, en hann
var sannfærður um, að þannig
væri það. Það gekk kraftaverki
næst, að allt skyldi fara einmitt
eins og í draumum hans. Hann var
að velta því fyrir sér, hvort hann
mundi hafa kjark í sér til að segja
þeim — svona í fyrsta skipti — að
þær gætu leitað að bíl í hjarta
hans.
Sú ráma sneri sér aftur að vin-
konu sinni og yppti öxlum. „Vrai-
ment, je ne sais pas,111) hvíslaði
hún.
„Si on lui donnait une livre?“-)
spurði sú háraddaða.
Sú ráma kinkaði kolli. „Comme
tu voudras?"1 2 3) Og á meðan hin
sneri sér við til að leita í buddunni
sinn, vék hú nsér að Peter.
„Þér voruð voðalega hugaður,"
sagði hún brosandi.
Peter gat ekkert sagt, aðeins
hristi höfuðið. Hann roðnaði og leit
niður undan þessu sjálfsþóttafulla,
kalda augnaráði. Hann brann af
löngun til að horfa á hana, en þegar
til kom, gat hann ekki mætt þessu
stöðuga augnaráði.
„Þér eruð kannske vanir að fara
með hunda,“ hélt hún áfram. „Eigið
þér hund sjálfir?“
„Ne-i,“ stundi Peter upp.
1) Satt að segja veit ég það ekki.
2) Ef við gæfum honum eitt pund?
3) Eins og þú vilt.
89
„Já, það sýnir þá enn meira hug-
rekki,“ sagði sú ráma. Svo tók hún
eftir því, að sú háraddaða var búin
að finna peningana, sem hún hafði
verið að leita að. Hún tók hjartan-
lega í hendina á Peter.
„Jæja, verið þér nú sælir,“ sagði
hún og brosti dásamlegar en nokkru
sinni fyrr. „Við erum yður svo
voðalega þakklátar." Um leið og
hún sagði þetta, gat hún ekki látið
vera að undrast yfir hvað hún
notaði oft orðið ,,voðalega“. Venju-
lega notaði hún það orð aldrei. En
einhvern veginn hafði henni fund-
izt það eiga við, þegar hún talaði
við þennan mannræfil. Hún var
alltaf svo yfir sig hjartanleg og
tepruleg í tali, þegar hún var innan
um lægri stéttar fólk.
„B-b-b. .. .“ byrjaði Peter. Hann
vaknaði skyndilega af sætum
draumi. Gat það verið, að þær væru
að fara, hugsaði hann, lostinn
skelfingu. Fara, án þess að bjóða
honum í te, eða láta hann fá heim-
ilisfang þeirra? Hann langaði til
að sárbiðja þær að vera svolítið
lengur, að lofa sér að hitta þær aft-
ur. En hann vissi, að hann myndi
ekki geta komið upp þeim orðum,
sem við áttu. Andspænis kveðju-
orðum þeirrar rámu var honum
innanbrjósts eins og manni, sem
sér einhverja ógurlega ógæfu vera
að steypast yfir sig, en getur ekkert
gert til að hefta hana. „B-b-b. ...“
stamaði hann ráðaleysislega. En
hann var búinn að taka í hönd
þeirrar hárödduðu, áöur en hann