Dvöl - 01.04.1940, Síða 12

Dvöl - 01.04.1940, Síða 12
90 DVÖL var búinn að gera sér ljósa örlaga- þyngd þeirrar kveðju. „Þér voruð hreinasta afbragð,“ sagði sú háraddaða og hristi hönd hans. „Hreinasta afbragð. Og þér megið til að fara til læknis og láta hreinsa sárið undir eins. Verið nú sælir og þakka yður voða, voða vel fyrir.“ Um leið og hún sagði þessi síðustu orð, lagði hún vandlega samanbrotinn pundsseðil í lófa hans og lokaði honum svo með báðum höndum. „Þakka yður voða vel fyrir,“ endurtók hún. Peter hristi höfuðið og roðnaði ákaft. „Ne-i....“ byrjaði hann og reyndi að fá hana til þess að taka við seðlinum aftur. En hún brosti aðeins enn blíðar. „Jú, jú,“ sagði hún með áherzlu. „Þér verðið að gera það.“ Og án þess að bíða eftir frekara svari, sneri hún sér við, og hljóp létti- lega á eftir þeirri rámu, sem gekk á undan upp stíginn og teymdi Pongo, sem streittist á móti og gelti í ákafa. „Jæja, þá er þetta í lagi,“ sagði hún, þegar hún hafði náð vinkonu sinni. „Tók hann við því?“ spurði sú ráma. „Já, já.“ Hún kinkaði kolli. Svo breytti hún um málróm. „Bíðum nú við, um hvað vorum við að tala, þegar hundskömminn lenti í áflog- unum?“ „N-nei,“ gat Peter loks stunið upp. En hún var þá búin að snúa við honum bakinu og hlaupin af stað. Hann gekk tvö, þrjú skref á eftir henni, svo nam hann staðar. Það var ekki til neins. Það yrði að- eins til þess að auðmýkja hann enn meira, ef hann færi að reyna að útskýra þetta. Þeim gæti jafnvel dottið í hug, að á meðan hann stæði þarna og berðist við að koma upp einhverju orði, að hann hefði elt þær, til þess að biðja þær um meiri peninga. Þær myndu ef til vill stinga öðrum pundsseðli í lófa hans og flýta sér svo enn meira í burtu. Hann horfði á þær, þangað til þær voru horfnar úr augsýn, hinum megin við hólinn. Svo sneri hann aftur niður að tjörninni. í huganum þræddi hann allan gang þessa atviks, en ekki eins og hann hafði verið í raun og veru, heldur eins og hann hefði átt að vera. Þegar sú háraddaða stakk seðlinum í lófa hans, brosti hann, rétti henni hann aftur kurteislega og sagði: „Ég er hræddur um að yður skjátlist. En ég skal játa, að það er fyllilega afsakanlegur mis- skilningur, því að ég er fátæklegur útlits og er sannarlega fátækur. En ég er heiðarlegur maður. Faðir minn var prestur í Rochdale. Móðir mín var prestsdóttir. Ég gekk í góðan skóla þangað til foreldrar mínir dóu. Þau dóu bæði með fárra ára millibili, þegar ég var sextán ára. Ég varð því að fara að vinna fyrir mér áður en ég hafði lokið námi. En þér hljótið að sjá, að ég get ekki tekið við peningum af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.