Dvöl - 01.04.1940, Side 17

Dvöl - 01.04.1940, Side 17
D V Ö L 95 Hvítárvatn ; Ettir 1‘illma Hannosson, í'ektor Á sólmánuði sumarið 1922 kom ég fyrsta sinn að Hvítárvatni. Við vorum tveir á ferð. Félagi minn hét Sögaard og var danskur piano- leikari, sem dvaldist hér um sinn. Hann hafði falað mig til fylgdar norður Kjöl, og var það mál auð- sótt, en ekki lét ég uppskátt, að ég hafði aldrei fyrr farið þessa leið sunnan Blöndu. Við lögðum upp frá einum efsta bænum í Biskupstungum á björt- um morgni, er daggirnar glóðu við g'ras og stein og Gullfoss söng í fjarska. Þegar leið af hádegi gerðist næsta heitt, sólmóðu dró í loftið og tíbráin steig trylltan dans um hæðir og hóla. Lengi hafði mig langað til að koma að Hvítárvatni. Nú átti sú ósk að rætast, og ég beið þess meö mikilli eftirvæntingu. Hestarnir mæddust í hitanum og lötruðu hægt slitróttan götuslóða upp með Bláfelli austanverðu. Langt í fjarska lýstu fannirnar í Kerl- ingafjöllum gegnum mistrið, en fram undan sá ekkert nema grá- ar grjótöldur, sem tóku við hver af annarri, án tilbreytinga og af- láts, eins og hversdagsleikinn sjálfur. Síðasti áfanginn að óska- staðnum reynist oft undarlega langur, og svo fór hér. Seint og um síðir kom Hrútafell fram úr fylgsnum hins gráa grjóts. Ég

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.