Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 20

Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 20
98 DVÖL Þetta feröalag í dag var fyrsti áfanginn á frelsisbrautinni. Hann vissi auðvitað um allt, sem aug- lýst var til skemmtunar, en svo vissi hann líka um ýmislegt fleira, sem fylgdi með á svona samkomum. Því höfðu fróðari fé- lagar hvislað að honum, bæði við smala- mennsku og kirkju. Það fór um hann sælukenndur hrollur, þegar hann hugsaði um allt það, sem þeir höfðu sagt honum, og hann beygði sig niður, hvað eftir annað, og klappaði Mósa sinum á makkann. Ekki svo að skilja, að hann ætlaði sér að komast í nein æfintýri í dag. Síður en svo. Hann hafði ekki neinn kjark til þess og vildi það auðvitað ekki heldur. Hann gat líka bezt trúað, að þetta hefði verið mest gort í strákunum. Það gat varla verið svona auðvelt að lenda í spennandi æfintýrum. En óneitanlega var gaman að lifa þau í huganum, og það hlaut þó að vera saklaust,ekki sízt fyrst hann var einn. Hann hélt áfram að hugsa um þetta og margt fleira. Hann hugsaði líka um það, hvað það væri stundum erfitt að vera fullorðinn karlmaður, og hann beygði sig enn niður til þess að klappa Mósa sínum. Svo hætti hann að hugsa og naut þess, að það var sólbjartur sunnudagur og að hann átti reiðhest og ný reiðtygi. Það var farið að halla degi, og langþráði dansinn byrjaður á Völlunum. Presturinn var löngu farinn heim til sín og flest eldra fólkið. Guðsþjónustan hafði farið prýðilega fram, nema hvað það bætti ekki sönginn að hundarnir tóku undir, hvað eftir annað, þrátt fyrir mikið suss og svei. En þetta voru smámunir, sem trufluðu ekki fjálgleik þeirra trúuðu, og hinir lifðu allt af í von um dansinn. Geiri í Móum hafði ekki hætt sér upp á danspallinn. Hann eigraði um þar skammt frá og var dálítið einmana, Hann var líka eitthvað svo skrítinn i höfðinu síðan hann saup á flöskunni hjá Dóra í Seli. Það var Ijóti bölvaður óþverr- inn, þó að Dóri segði, að það væri bezti „landi“. Þrjá stóra sopa varð hann að súpa. Dóri sagði, að það dygði ekki minna. — Dygði, til hvers? Það vissi Geiri ekki. Og það var ekki nóg með þetta, heldur hafði Dóri hellt á pelaglas og stungið I vasa hans að skilnaði. En hann ætlaði ekki að smakka á því meira. Líklega var réttast fyrir hann að fara að svipast um eftir Mósa sínum og halda heim á leið. Hann var samt ekki nógu ánægður með daginn, ekki eftir þeim miklu vonum, sem hann hafði gert sér. Hann horfði löngunaraugum á dans- pallinn og smá færði sig nær honum. Ef hann hefði veriö dálítið vissari í dansin- um, þá hefði hann ekki þurft að hanga svona eins og sálarlaus héri. Þarna var Dóri í Seli með einhverja ókunnuga stúlku í fanginu, eins öruggur á svipinn og hann væri einn í fjárrétt. Þó sýndist það heldur lítill vandi að vagga svona áfram eins og Valdi í Götu, og reyndar flestir strákarnir, sem hann þekkti. Þeir kunnu víst ekki öllu meira en hann og kjöguðu þetta áfram, alltaf svip- að, hvað sem spilað var. Og stundum mjakaðist eiginlega ekkert úr sporunum, fremur en það væri að slá í karga þýfi. Þetta virtist sannarlega vera auðvelt, en það þurfti þó ekki svo lítið hugrekki til þess að koma sér af stað. Geiri var nú kominn alveg að dans- pallinum. Þar rakst hann á pörin, sem komu sælþreytt úr dansinum, og héldu í burt, sjálfsagt til þess að fá sér einhverja hressingu. Hann fylgdi þeim með augun- um, ýmist inn í stórt veitingatjald, eða þá smá tjöld, sem voru á víð og dreif þar í kring. Geiri rölti í burt aftur og var nú ráðinn í að fara að gá að Mósa sínum, þó að honum væri ekki Ijúft að hverfa frá við svo búið. — Halló, sveitamanni, var þá kallað rétt hjá honum. Hann leit við og sá stúlku liggja í móunum þar skammt frá, en hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.