Dvöl - 01.04.1940, Síða 23

Dvöl - 01.04.1940, Síða 23
DVOL 101 hann ekkert nema hana, sem svo fúslega opnaði honum faðminn og bauð honum ást sina. Tæpum mánuði seinna var Geiri að rölta um göturnar í Reykjavík á leið frá cinum lækni til annars. Hann skildi ekkert í þessum við'tökum hjá lækninum. Þegar hann var rétt að byrja aö stama út úr sér lýsingu á líðan sinni, þá sagði hann þurrlega: — Ég hefi ekkert með þennan sjúkdóm að gera. Svo skrifaði hann nafn og hús- númer á blaö, fékk honum og sagði: — Þér skuluð finna þennan lækni undir eins í dag. Það má ekki seinna vera. Hvað gat hann meint meö þessu? Það var vist eitthvað hræðilegt, sem gekk að honum, líklega eitthvað ólækn- andi. Þess vegna hafði læknirinn sent hann burt frá sér. Honum hafði alltaf liöið svo óttalega illa síðan nokkrum dögum eftir að hann fór á skemmtunina. Og nú var hann alveg búinn að missa alla matarlyst og var svo máttlaus, að hann gat varla dregizt áfram. Hann hafði ekki getaö fengið sig til að minnast á þetta við neinn, ekki einu sinni mömmu sína. Hún sá reyndar, að eitthvað gekk að honum og var að spyrja hann, hvar hann fyndi til. En hann gat ekki sagt henni það, af því að sársaukinn var bundinn við þann stað, og þær þarfir líkamans, sem hann var ekki vanur að tala um. Verstar voru næturnar. Þá lá hann oft í svitabaði, sárþjáður og svo gagntekinn af einhverjum hræðilegum kvíða, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir. Nú sá hann húsið, sem hann leitaði að, og um leið greip hann enn sterkari óhugur, svo að nærri lá, að hann sneri aftur. En hann herti þó upp hugann og fór inn í húsið. Hann mátti ekki fara heim við svo búið. Hann sá nafn læknisins með stórum stöfum á einni hurðinni í forstofunni, og fyrir neðan nafnið stóð eitthvað með smáum stöfum, sem hann gat ekki lesið, því að honum sortnaði allt í einu fyrir augum. Hann opnaði dyrnar á biðstof- unni og reikaði inn, eins og í svefni, og settist á stól, sem einhver ýtti til hans. Það var nokkuð margt fólk inni og óttalega þungt loft, fannst honum. Hann gat ekki þolaö þessa sterku vínlykt, eða var það meðalalykt? Það var eitthvað, sem honum varð svo óglatt af og erfitt um andardrátt. Hann hafði ekki rænu á að líta í kringum sig, en varð þó var við, að þaö smáfækkað'i í biðstofunni. Fólkið tíndist inn til læknisins, einn og einn í senn. En það kom enginn út aftur. Það var eins og það hyrfi fyrir fullt og allt með einhverjum dularfullum hætti. Geiri horfði á eftir því, sljóum augum. Þarna fór ungur maður, stór og karl- mannlegur, en hann var fölleitur, með þjáningardrætti í andlitinu. Og nú kom ung kona að dyrunum með lítið barn í fanginu. Barnið var vesaldarlegt, með rauða flekki um andlitið. Það var alltaf eitthvað að amra, og konan sussaði við það og hampaði því. En nú opnuöust dyrnar og hún slapp inn. Nú komu þrjár ungar stúlkur, hver á eftir annarri. Sterkrauðar varir og fölir vangar. Geiri lokaði augunum. Hvað var þaö, sem þetta minnti hann á? Jú, það var stúlkan hans. Hann varö að reyna að finna hana undir eins á morgun, Hún var eini vinurinn, sem hann átti í þessum stóra bæ. Hann hlaut að geta fundið hana, ef hann leitaði vel, þó að hann vissi hvorki hvað hún hét né hvar hún átti heima. Það var einkennilegt, að hann skyldi gleyma að spyrja hana að nafni, og þó var þaö dálítið gaman. Því að nú gat hann stytt sér margar andvökunætur með þvi að gefa henni nefn, alltaf nýtt og nýtt nafn eftir því, sem honum datt eitt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.