Dvöl - 01.04.1940, Page 28

Dvöl - 01.04.1940, Page 28
106 D VÖL Kína. Hún byltist eins og soltinn og organdi meinvættur inn yfir sléttur landsins. Skamma stund lýsti stjarnan upp hið friðsama land, og heitur og miskunnarlaus bjarmi hennar féll á þéttbýl þorp og stórar borgir, á hof og hallir, trjálundi og bleika akra, á fegurð og friðsælt líf. Og fólkið vaknar. Miljónir manna, sem stara með skelfdri eftirvæntingu á hina vold- ugu, nýju sól, — og svo hinn lági, en hækkandi gnýr flóðsins. Og svo flóttinn. Máttvana fætur, kæfandi hiti, stutt og snögg andsog og brotveggur molandi flóðbylgjunn- ar að baki — og svo dauðinn. Kína lá baðað í hvítri birtu, en yfir Japan og Java og eyjunum við Austur-Afríku var stjarnan rauð og dimm vegna gufu, elds og ösku, sem fjöllin spúðu nú hvert í kapp við annað, eins og í kveðju skyni við komu hennar. Öll jörðin skalf og slagaði á braut sinni. Hinir ei- lífu jöklar í Tíbet og Himalaya bráðnuðu og féllu sem beljandi fljót um tíu þúsund dýpkandi far- vegi niður á sléttur Burma og Hindustan. Fölnaðir flækjuskógar Indlands stóðu í björtu báli á þús- und stöðum, en í lægðum og dæld- um brunuðu vötnin milli gildra trjástofna og enn mátti sjá þar dökkar, lifandi verur í skini eld- tungnanna, er börðust þar af veik- um mætti gegn ofurefli náttúru- hamfaranna og reyndu að bjarga lífi sínu. í bæjum og borgum voru allir á flótta, sem nokkurs voru megnugir, og niður dalina streymdi fólkið undan flóðum og eldi. Allir stefndu að hinu eina hugsanlega marki; hinni einu veiku von um að bjarga lífi og limum; til skip- anna og hins opna hafs. Og stjarnan óx. Hún varð heitari og skærari og hræðilegri með hverju augnabliki, sem leið. Þyrl- andi gufumekkir risu upp af hvít- fextum, stormbörðum öldum og skipin veltust í ólgandi brimlöðri hins tryllta hafs. Allt láglendi Indlands var hulið vatni þetta kvöld. Hér og þar gnæfðu hofrústir og borgarturnar yfir hafflötinn, en hólar og hæðir voru svartar af fólki. Efstu hæðir húsanna, sem upp úr stóðu, voru fullar af fólki og það hékk utan á þeim, á hverri sillu og stalli og þar sem hald var að finna fyrir hönd eða fót. Smátt og smátt féll það örmagnað niður í djúpið eftir því sem hitinn og skelfingin fór vax- andi. Og þá lifnaði vonarneistinn að nýju. Þá var stjarnan hátt á lofti yfir Indlandi. Yfir hið heita og hrjáða land breiddist skyndilega dökkur skuggi, og svalur andblær fór yfir brennandi skóga. Hálf- blindir lyftu mennirnir augliti sínu til himins og þeir sáu dökka kringlu, sem leið fyrir hina glóandi stjörnu. Það var tunglið, sem kom- ið var milli jarðar og stjörnu. Og þegar fólkið hneigði höfuð sín í þakklátri lofgjörð reis sólin upp á austurloftið með undursamlegum

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.