Dvöl - 01.04.1940, Síða 31

Dvöl - 01.04.1940, Síða 31
D VÖL 109 þessari skörpu athugasemd sonar- ins viröist öldungurinn standa al- gerlega rökþrota. Hann, sem var allra manna snjallastur að rekja afleiðingar af orsökum og sjá fyrir óorðna atburði, hann á nú í fyrsta sinn ekkert frambærilegt svar. — Hann neitar því engan veginn, að Skarphéðinn hafi rétt fyrir sér. Hann á enga athugasemd fram að færa gagnvart svari hans. Og hann flýr því frá efninu út í allt aðra sálma. „Nú mun sem oftar, að þér munuð bera mik ráðum, synir mín- ir, ok virða mik einskis.En þá, er þér voruð yngri, gerðuð þér þat eigi ok fór yðvart ráð þá betur fram.“ Hinn aldni spekingur er látinn slá á strengi fortíðarinnar til að skýla því, hversu fátt honum er til varn- ar. — Eftir því, sem Njála gefur í skyn, er það einkum tvennt, sem ræður því að Njáll skipar þannig fyrir. Annað er trú hans á mannúð and- stæðinganna. Hitt er feigðin, sem að honum kallar. En ég ætla, að til hinnar örlagaríku fyrirskipunar Njáls hafi legið allt aðrar rætur. Hvað feigðina snertir, þá er þaö harla ólíklegt, að hún hafi svift Njál framsýninni um leið og hún gerir Bergþóru forspáa. En hún kvaðst þetta kvöld mundu bera hjúum sínum mat í síðasta sinn. Jafn fjarstætt er og hitt, að Njáll hafi trúað svo fast á mannúð brennumanna, að hann teldi úti- lokaö, að eldi myndi beitt verða í sókninni að sonum sínum. Mun ég í þessari grein leitast við að leiða rök eða líkur að því, og eins að hinu, hvað það var, sem vakti fyrir Njáli, þegar hann úrskurðaði, að allir skyldu inn ganga. Þegar Njálsbrenna fer fram, 29. ágúst árið 1011, að því er fróðir menn hyggja, er landið búið að vera kristið um aðeins 11 ára skeiö. Kristnin hafði sigrað á yfirborðinu, en Ásatrúin lifði þó undir niðri. Á svo skömmum tíma gat mannúð og mildi kristninnar ekki fest djúpar rætur hjá heiðinni og harðsvíraðri þjóð. Sögurnar, sem gerast eftir kristnitökuna, benda líka skýrt til þess, að andi heiðninnar óg harð- ýðginnar hafi lifað í fullu fjöri meðal landsmanna eftir að þeir gengu kristninni á hönd. Njáls- brenna er ekkert einstök í sinni röð á þessu tímabili. Alla leið fram á 13. öld eru menn brenndir inni hópum saman. Lönguhliðarbrenna 1197 og Flugumýrarbrenna 1253 eru ægi- legustu brennurnar, sem farið hafa fram hér á landi. 11 árum eftir kristnitökuna átti því einum vitr- asta manni þjóðarinnar ekki að sjást yfir það, að þessu vargaldar- vopni kynni að verða beitt. Ég ætla líka að því fari fjarri, að Njáli hafi slíkt á orðið. Njála sjálf virðist og taka af skarið í þessu efni, þótt hún vilji stundum annað vera láta. Þegar sættin er úti milli Flosa og Njálssona á Alþingi, mælir Njáll á þessa leið: „Nú kemur þat fram, sem mér sagði löngu hugur um, að oss myndi þungt falla þessi mál,“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.