Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 42
120
DVOL
fyrir,“ segir hann aftur. „Ég geri
ekki ráð fyrir að við sjáumst oftar.“
Allt í einu finn ég, að hin brúnu
augu Maríu hvíla á mér. Þau eru
orðin stór og rök, og hún hefir
aldrei áður horft þannig á mig.
Hún lyftir höfðinu og stendur
upp. Golan leggur þunnan kjólinn
þétt að líkama hennar.
Ég segi við gamla manninn, mjög
hægt og lágt:
„Nei, ég geri heldur ekki ráð fyrir
því. Við munum ekki sjást aftur“.
En hann fer ekki ennþá, ég veit
að hann ætlar ekki að fara. „Þú
verður að gæla við bleika folann
fyrir mig, og þú mátt ekki ofbjóða
honum með erfiði“, segir María
hægt. „Mamma bað mig líka að
þakka þér fyrir mjólkina. Hún er
farin að hátta núna. Við verðum
komin til Labiau í fyrramálið, þeg-
ar þú kemur út á akurinn með
hrossin.“
Faðir hennar tekur enn einu
sinni í hendina á mér og þrýstir
hana innilega. En hann stendur
samt kyrr og horfir framhjá mér,
út í nóttina. María lýtur höfði aft-
ur. Ég strýk um handlegg hennar.
Á hönd mína fellur daggardropi —
eða tár. Gamli maðurinn snýr sér
hægt við, leggur af stað og dregur
Maríu með sér. Af henni er sterk
heylykt. Hún lítur við, einu sinni
enn. Það hvessir.
Ég geng yfir landgöngutréð og
heyri að gamla konan nöldrar yfir
því að vera vakin. En María virðist
hátta, án þess að segja orð,
3Þ tg>
Hið ákjósanlega i*íki
„Hvert er hið ókjósanlega ríki?“
spurði Periander sjö vitringa
Grikklands. Þeir svöruðu:
1. Solon: Þar sem óréttlæti við
hinn minnsta smælingja er órétt-
læti við alla heildina.
2. Bais: Þar sem ekkert er lögum
æðra.
3. Thales: Þar sem hvorki hinir
auðugu eru of auðugir, né hinir
fátæku of fátækir.
4. Anacliaris: Þar sem heiðar-
leikur er virtur og vansæmd fyrir-
litin.
5. Pittacus: Þar sem hinir góðu
eru ætíð upphafnir, en aldrei hinir
illu.
6. Cleobulus: Þar sem borgar-
arnir óttast ásökun meira en hegn-
ingu.
7. Chilo: Þar sem lögin njóta
meiri virðingar en lýðskrumararn-
ir, og eru sterkari en þeir.
<S> «5
Engið er rakt. Vindurinn skekur
stráin. Nýjar stjörnur eru komnar
í ljós. Ég nem staðar við brunninn
og lít við, en báturinn er horfinn
mér í myrkrið. Svo fer ég inn í
hesthúsið.