Dvöl - 01.04.1940, Síða 45

Dvöl - 01.04.1940, Síða 45
D VÖL söng malarasönginn, sem allir kunnu þar um slóðir og var eitt- hvað á þessa leið: „Þegar hjólið snýst, þegar kornið knýst, þá kætist malarans lund. Þá er sungið dátt, þá er hlegið hátt og hugsað um broshýrt sprund." Og Aglia hljóp hlæjandi til föð- ur síns og hrópaði í hvert skipti: „Babbi koma boja“. Þá sveiflaði malarinn henni upp á axlir sér og skálmaði syngjandi heim í bæinn. Svona gekk það á hverju kvöldi. Dag nokkurn hvarf Aglia. Það var aðeins viku eftir að hún varð fjögurra ára gömul. Þegar hún sást síðast, var hún að tína villiblóm við veginn fram undan húsinu. Skömmu síðar gekk móðir hennar út til þess að sjá um, að hún færi ekki of langt frá bænum. En það var um seinan. Það var auðvitað gert allt, sem hægt var, til þess að finna hana. Nágrannarnir söfnuðust saman og leituðu um skógana og fjöllin í kring á margra mílna svæði. Myllu- lækurinn og áin voru líka nákvæm- lega athuguð. En það fundust eng- in merki um Agliu. Einni eða tveimur nóttum áður hafði flökku- fjölskylda nokkur tjaldað í skóg- arrjóðri þar í nágrenninu. Ýmsir álitu, að hún hefði stolið barninu; en þegar hún var elt uppi og vagn hennar skoðaður, var ekkert þar að finna. 123 í tvö ár beið malarinn í von um að finna dóttur sína, en þegar þau voru liðin, var von hans dáin. Hann og kona hans fluttu sig þá til Norð- vesturlandsins. Að fáum árum liðnum»var hann orðinn eigandi að nýtízku kornmyllu í einni stærstu hveitiborginni. Frú Strong náði sér aldrei eftir dótturmissinn, og tveimur árum síðar var malarinn orðinn einn um sorg sína. Þegar Abram Strong var orðinn auðugur maður, hélt hann í heim- sókn til Lakeland og gömlu myll- unnar. Hin gömlu heimkynni voru bundin við sorg hans, en hann var þéttur á velli og glaðvær í lund. Honum flaug þá í hug, að breyta gömlu myllunni í kirkju. Fólkið í Lakeland var svo fátækt, að það gat ekki reist sér kirkju og sama var að segja um fjallabændurna. Ekkert guðshús var nær en í tutt- ugu mílna fjarlægð. Malarinn breytti myllunni eins lítið og hægt var. Stóra yfirfalls- hjólið var látið standa á sínum stað. Unga fólkið, sem kom til kirkjunnar, skar stundum stafina sína í mjúkan, ellifúinn viðinn. Stíflan var að nokkru leyti eyði- lögð og lækurinn rann nú hindr- unarlaust niður grýttan farveginn. Inni í myllunni voru breytingarnar meiri. Ásar, belti og trissur, og svo kvarnarsteinarnir, var allt tekið á brott. Það voru settar niður tvær raðir af bekkjum með breiðum gang á milli, en fyrir enda gangs- ins var upphækkaður pallur og of-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.