Dvöl - 01.04.1940, Síða 55

Dvöl - 01.04.1940, Síða 55
D VÖL hagldalaust. Til einskis nýtt, nema ef til vill að hengja sig í því. En hverjum gat dottið í hug að hengja sig í vorgróandanum!---------- Magnús gamli hrökk við. Var hann að verða vitlaus! O-sei-sei, nei. Nú var hann víst að vitkast. Hann hafði verið vitlaus, þegar hann sleppti kotinu eftir 25 ára bjargálna-basl og flutti hingað á mölina. Þá hafði hann sagt upp lífinu og gert bandalag við dauð- ann. Og upp frá því hafði lifið snúið við honum bakinu, eins og við var að búast. Nú var honum lokið. Hann var til einskis nýtur. Og þá væri betra, að hún væri ein síns liðs. Þess léttari yrði hún á fóðrunum — og í flutningum, ef bærinn vildi endilega losna við hana. Það mátti svo sem stinga henni niður í skranið á einhverj- um bílpallinum austur yfir heiði. Hún er ekki svo fyrirferðarmikil né þrýstin um bógana, nú orðið, hún Guðríður mín. Þurrt rúgbrauð og svart rótarkaffi var nú heldur ekkert kjarnfóður. Ekki einu sinni fóðurbætir. Og þá voru þær ekki dropasælar heldur, rotturnar í Skuggahverfinu. — Ja, nei-nei, maður lifandi. — Það þurfti eng- an viðhafnarvagn handa henni austur yfir fjall. Heima í sveitinni myndi efalaust einhver skjóta yfir hana skjólshúsi og lofa henni að kúra í horninu hjá sér og deyja í friði. Og annað var nú ekki eftir. Hún hafði verið þar öllum góð, mönnum og málleysingjum. Og enn 133 er til fólk, sem man þó. — Eða þá sæju krakkarnir kannske að sér og tækju hana til sín. Og, ef allt annað brygðist, hefði blessað- ur himnafaðirinn alltént einhverja glufu handa henni. Og þá væri henni borgið.--------- Magnús gamli stóð upp af kola- pokanum, rétti úr bakinu til hálfs og stundi við. Hnén voru bogin og gáfu eftir í hverju spori. Hann rölti upp yfir Tryggvagötu, Hafn- arstræti og Lækjartorg og stefndi upp eftir Bankastræti. Hann nam staðar á horninu hjá Tómasi. Átti hann að labba niður eftir, í Skugga- hverfið, „þar sem aldrei sólin skín“ í kjallaraholuna gegnt norðri! Ekki einu sinni kvölds og morgna, því að húsakofarnir skyggðu hver á annan. — Honum varð litið upp eftir Skólavörðustíg. Þar skein sól- in bjart uppi í holtunum. Svo hélt hann upp stíginn í hægðum sínum. Uppi við Skólavörðu nam hann staðar, rétti úr bakinu og litaðist um. En hve himininn var blár, og fjallahringurinn víður. Ótvíræð vormerki á öllu. — Svo hélt hann áfram suður yfir holtin, yfir Hafn- arfjarðarveginn og skáhalt suður Öskjuhlíðina í áttina til „Bene- ventum“. Já, hrjóstrugt var þetta, drottinn minn dýr! En þetta var þó grjót, eins og guð hafði skapað það, en ekki möl og mulningur og steinsteypugums blessaðrar bæj- arstjórnarinnar, sem allt færði á verra veg og stórspillti handa- verkum skaparans. — En sá mun-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.