Dvöl - 01.04.1940, Síða 57

Dvöl - 01.04.1940, Síða 57
D VÖL 135 * Ur merknm bólmm Húsameistarar síðari tíma hafa opnað heimilin fyrir ljósi og lofti. En við gleymum nauðsyn kyrrðar og næðis okkur til mikils tjóns. Jafnvel þeir, sem fjar- lægastir eru náttúrlegu manneðli, hljóta að lokum að líða fyrir það, að eiga engan stað, þar sem þeir geta hugsað í einrúmi og án truflunar. Borgir miðaldanna áttu vissa griðastaði, sem hægt var að leita til af þeim, sem vildu draga sig út úr skarkala lífsins um langa eða skamma stund. Nú á dögum endurspeglast niðurlæging heimilis- lífsins gleggst í því, að salernið er eini staðurinn, þar sem hægt er að hafa fullkomið næði. Úr bókinni „Culture of Cities" eftir Lewis Mumford. Fyrir þrjátíu árum síðan héldum við, að við hefðum komizt á slóðir hinnar fullkomnu útskýringar á byggingu alheimsins, sem meira og minna vélrænnar heildar, risavaxins kerfis misstórra einda í þýðingarlausum dansi fyrir áhrif tilgangslausra afla. Inn í þennan fullkomlega vélræna heim, og fyrir áhrif hinna sömu blindu afla, hafði svo lífsneistinn af hendingu staulazt. í dag eru menn yfirleitt sammála um hina efnislegu hlið þessara vísinda, og niðurstaðan er sú, að allt bendi til að kraftar þeir, sem hér eru að verki, séu ekki vélrænir. Skynjunin virðist nú ekki lengur hafa sameinazt heimi efnisins af hendingu; okkur er farið að gruna, að hún kunni að vera skapari og stjórnandi efnisins. í augum okkar líkist nú alheimurinn miklu fremur voldugri hugsmíð en stórri vél. Úr bókinni „Mysterious XJniverse“ eftir Sir James Jeans. Það er aðeins ein leið til þess að glæða þjöðarsmekk. Það verður þó ekki gert á skömmum tíma, og það verður ekki gert með valdi. Eina leiðin er sú, að fólkið sjái stöðugt og ákveðið fyrir sér einungis það, sem er gott, og það, sem er göfugt á þann hátt, að það eigi skilið að vera þekkt. Úr bókinni „The Arts" eftir Hendrik Willem van Loon. hann að sér í sameiningu. Lífið og dauðinn. Þessi sömu tvö öfl, sem barizt höfðu um sál hans. Nú háðu þau síðasta reipdráttinn um líkama hans, og mátti vart á milli sjá.--------- Magnús gamli var kominn austur á hamarinn við Nauthólsvík. Þar var aðdjúpt og hátt í sjó. Hann settist á tæpustu brúnina með fæt- urna fram af og litaðist um. f vestri var sólarlagseldurinn slokkn- aður, og blágræn kuldaslikja breiddist yfir allan vesturhimin- inn og upp í dimmbláma hvelf- ingarinnar. Vorsvalinn var enn í lofti. Og nóttin var víð og hljóð og voldug. Það var eins og sæi maður inn í endalausa eilífðina og hálfsvimaði við. Magnús gamli Sigmundsson varpaði öndinni, eins og þungri byrði væri af honum létt. Svo lok- aði hann augunum og hallaði sér rólega áfram. — Og vornóttin strauk mjúkri hendi yfir hring- gárana undir hamrinum og máði þá út.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.