Dvöl - 01.04.1940, Page 59

Dvöl - 01.04.1940, Page 59
D VÖL 137 Friögeir H. Berg því, sem venjulegt var, bæði aust- an hafs og vestan, að ég hálf- skammaðist mín fyrir hina hvers- dagslegu og sviplitlu íslenzku mína. Þegar talinu sleit og við skildum var komið langt fram á kvöld. En mér fannst ísland hafa færzt nær mér, og haustskapið var horfið og dapurleikinn á brott. — Þetta sama haust settist Friðgeir Berg að í Vatnabyggðum og var þar að mestu næstu árin. Hittumst við því oft, og þóttu mér ekki aðr- ar stundir ánægjulegri þeim, er við áttum tal saman. Kynntist ég nú helztu æfiatriðum hans. Og ekki leið á löngu áður ég komst að því, að hann átti skáldgáfu góða og bjó yfir dulrænum hæfi- leikum. Þá var mér þó ekki um það kunnugt, hve miklir þessir hæfileikar voru. Að því komst ég fyrst löngu seinna, þegar við vor- um báðir komnir heim til íslands. Skulu nú rakin nokkur helztu æfiatriði Friðgeirs, en síðan minnst á ritstörf hans. II. Friðgeir H. Berg er fæddur að Granastööum í Kaldakinn í Suður- Þingeyjarsýslu 8. júní 1883. For-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.