Dvöl - 01.04.1940, Síða 62

Dvöl - 01.04.1940, Síða 62
140 DVÖL heldur er í ræðu eða riti, að hann hefir einhvern tíma litið í íslend- ingasögur og rit Snorra. — Eftir að Friðgeir flutti heim til íslands, komu stöku sinnum út kvæði eftir hann í ,,Ganglera“, en einkum þó í Akureyrarblöðunum. Ljóðvinum nyrðra var því kunnugt um skáldgáfu hans, og þó engan veginn til fulls fyrr en seint á ár- inu 1935; en þá kom út ljóðabók hans „Stef.“ Bók þessi er aðeins rúmar 100 blaðsíður að stærð. En ekki þarf frekari vitna við um það, að höf- undur hennar á skáldsnafn skilið. Að vísu eru kvæði hans ekki jafn- góð öll. En i bókinni er ekkert ó- nýti, enginn leir og aldrei vand- ræðafálm eða tómahljóð í kvæði. Kvæðin eru hvorki skrautleg víra- virki né þokukenndar stemningar, sem gufa upp eða renna út í sand, ef rekja skal til skýrrar hugsunar. Drættirnir eru ávalt skýrir, hrein- ir og sumar vísur líkt og meitlaðar í berg. Skáldsýn Friðgeirs er glögg. Hann veit jafnan, hvað hann vill segja og skýrir frá því með hisp- urslausum, þróttmiklum eða lát- lausum orðum af greind og smekk- vísi. Hann notar engar „hunda kúnstir" til þess að kveða sér hljóðs og reynir aldrei að seilast lengra en hann nær. Þessi föstu tök og skýru drættir koma víðast hvar fram í kvæðum hans. Til dæmis skal bent á þessi eftirmæli um Stefán Kristjánsson, skógarvörð; Öllum kemur elli á kné. Auður er feigs manns hylur. Falls er von af fornu tré fari um skóginn bylur. Ekkert flakti á þér laust, enginn blettur gljúpur. Skapið fast og höndin hraust, hugurinn skýr og djúpur. Eitt af kvæðunum heitir „Bundnu skipin“. Þar er sérkennilegt og frumlegt efni, sem ég veit ekki til að aðrir hafi tekið til meðferðar. Kvæðið er svona: Kvöldið var hrollkalt og hljóðlaust, höfnin með dauðasvip. í röðum við bakkana biðu, bundin og mannlaus skip. Þið hafið ef til vill heyrt það, að hlutirnir eigi mál? Og einstöku skip — segja ýmsir — að eigi líka sál. Eitt þeirra tók til orða, en önnur hlýddu til: „Nú kemur hann á norðan með nístandi vetrarbyl. Ég finn það á mér hann fýkur, ég finn það, þótt gamalt ég sé. Mig tekur 1 rá og reiða; þau riða, mín siglutré. Við munum vorn dífil fegri, við fögnum ei þessari hvíld. Við hugsum um horfna daga og hleðslu af blikandi síld. Glatt var á Grímseyjarsundi. Glitrandi torfan óð! Um lágnættið kjölfarið lýsti af logandi maurildaglóð. Svo héldum við kát til hafnar af hafinu — sneinsafull. Við sigldum inn fjörðinn fagra með farminn vorn — hreistrað gull."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.