Dvöl - 01.04.1940, Side 66

Dvöl - 01.04.1940, Side 66
144 DVÖL miklu ánægjulegra að klifra upp um fjöllin sér til skemmtunar og borða gott nesti við stöðuvatn eða uppi á fjallstindi, en að borða fá- brotinn mat í litla kofanum við daunilla hlaðið og með óhreinar hendur. En pilturinn þekkti ekki fjöllin. Hann hafði aldrei hætt sér út fyrir þorpið. Virku dagana var hann innilokaður í járnsmiðj- unni, en á sunnudögum fór hann venjulega til kirkju á morgn- ana og á skemmtigöngu um aðal- torgið síðdegis. — Hann áleit því heppilegt að kynna sér ná- grennið, áður en hann færi að verða leiðbeinandi annarra. Hann yfirgaf járnsmiðjuna og gerðist smali. Hann átti að gæta kinda- hóps þess, sem lengst fór, og sem elta þurfti um erfiðustu fjallastíg- ana. Einstaka sinnum yfirgaf hann fjárhópinn til þess að klifra upp snarbrattar fjallahliðar. En einn dag kom hann ekki aftur til þorps- ins. Hann hvarf fyrir fullt og allt, án þess að skilja eftir nokkurt spor. Hinir tryggu hundar komu með yfirgefinn fjárhópinn. Hafði hann drukknað i stöðuvatni? Var sólin farin að bleikja bein hans niðri í einhverju gilinu? Hafði snöggur vindur komið honum að óvörum á háum fjallstindi og þeytt honum niður, svo að hann molaðist sundur? Það varð aldrei sannað. Áður en hann gat grætt peninga á þennan létta og skemmtilega hátt, eins og hann hafði ímyndað sér, — með litlu, fínu stúlkunum og glæsilegu ungu mönnunum, — varð hann dauðanum að bráð. Unnusta hans gleymdi honum skjótt. Nú er hún sjö eða átta barna móðir, og maður hennar hefir sölubúð á hentugasta stað á leið þeirri, sem allt ferðafólkið fer um. En móðirin gat ekki gleymt honum og varð gagntekin af þeirri brjáluðu hugmynd, að allir, þeir sem legðu af stað frá þorpinu með fjallgönguútbúnað, færu til þess að leita að hinum horfna syni. Hún hvatti þá til þess að fara, hún lofaði þeim stórkostlegum verð- launum, þar sem hún sagðist vera drottning fylgdarmannanna, og í höll sinni væri hin mikla fjárfúlga, sem orðið hefði til af drykkjupen- ingum ferðamannanna. En þrátt fyrir þetta veðsetti hún kofann sinn, sem síðan var tekinn af henni upp 1 skuld, og eftir það lifði hún á ölmusu og visnaði upp í svörtu görmunum sínum. Á hverju kvöldi beið hún eftir heimkomu hinna þreyttu og þjök- uðu göngugarpa. Þögul spurði hún með svörtu augunum um þann, sem aldrei átti að koma aftur. Og hún spennti svörtu greiparnar og hljóð tár runnu niður eftir svarta, magra andlitinu. Daginn eftir vaknaði bjartsýni hennar á ný við burtför þeirra, sem hún hélt að væru nýir landkönnuðir, útvaldir til þess fáfengilega hlutverks, að endurheimta dauðan son fyrir fá- tæka móður. Gagnslaus von. í sex,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.