Dvöl - 01.04.1940, Side 69

Dvöl - 01.04.1940, Side 69
DVÖL 147 samlega nærfellt öllu því, er henni barst í rímnaformi. Þar í lá falið það fótakefli, er Sigurð skorti sjálfsvöndun og skáldleg- an þrótt til að yfirstíga. Vil ég að lokum setja hér nokkur orð úr ritgerð Einars Benediktssonar skálds, sem er framan við Úrvalsrit Sigurðar, er hann sá um útgáfu á árið 1894: „Aldrei hafa mér virzt raunalegri lífs- kjör Sigurðar öll, en er ég las árstíða- vísurnar hans, sem með öllum göllunum eru svo gullfallegar. Þau kvæði hefðu orð- ið fullkomlega fögur, hefði Sigurður notið sömu menntunar sem höfundur ritdóms- ins í Fjölni." Hugvekjur. /. Ef þú mínum óvin hjá illt um mig vilt heyra, vini líka vorum þá virztu að lána eyra. Hinn sá jyrri hvern minn brest á liárinu fram vill teygja, en annar hvað hann allra bezt um mig veit að segja. Þú af beggja sögum sér, ef saman berð það slaður nákvœmlega, að ég er ekkert nema maður. II. Gull ef finn ég götu á, sem gœfan fyrir mig lagði, ef ég geng þar gálaus hjá, getið þið hœlt því bragði? Vildi stúlka, við mig góð, vefja í arma bera, ef ég kyssti ekki fljóð, asni mœtti ég vera. Nei, ég hirði fé, ef finn, og faðma stúlku káta, en allt hvað bannar eigandinn á ég kyrrt að láta. III. Prestar liinum heimi frá hulda dóma segja, en skyldi þeim engum bregða í brá blessuðum, ncer þeir deyja. Mundum vér ei þora þá í þeirra húspostillum auðmjúklega’ að eftirsjá ýmsum pennavillum. Ónýtt erfiði. Sisýfus var hjá Grikkja goðum í gengi’, en móti þeirra boðum málugur sér til meina braut. Því var dóna frá himni hrundið, og handverk það eina verðugt fundið, sem örmœddi hann, en aldrei þraut. Hann átti að velta hlíð upp bratta hnöttóttum kletti, stórum skratta. og þar með fylgdi þetta slys: Ætíð við fjallsins efsta tindinn ofan valt steinninn, svo mannkindin erfiðaði til ónýtis. Hver sínum steini liefir að velta, liindranir þúsundfaldar elta oft hvað sálin fœr afrekað. Ilún má sig ei við líkam losa, leirköggli þessum er að linosa og kemst því aldrei stórt úr stað. Úr „Númarímum“. Vizku og dyggð að vinum þér veldu systur báðar, leitaðu lwað sem forma fer fyrst til þeirra ráða. Hamingjan býr í hjarta manns, höpp eru ytri gœði. Dyggðin ein má huga hans hvíla og gefa nœði. Viðkvœmnin er vandakind, veik og kvik sem skarið, veldur bœði sœlu og synd, svo sem með er farið.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.