Dvöl - 01.04.1944, Side 3

Dvöl - 01.04.1944, Side 3
Karl iiiikli JBftlr Þórodd frá Sandi Við Andrés fornvinur minn sát- um inni í stofunni hans við ar- ininn. Hann er búsettur í Vestur- vík, höfuðstað héraðsins. Ég bý á öðru landshorni, en kom við hjá honum í einni af ferðum mínum. Fundum okkar hafði ekki borið saman í mörg ár. Ýmislegt hafði ég þó frétt af Andrési og breyt- ingum, sem á honum höfðu orðið og högum hans. Andrés var skólabróðir minn og bezti vinur í æsku, þó að skoðanir okkar væru skiptar um marga hluti og skaplyndið ólíkt. Ég var hneigður til víns og nautna, gef- inn fyrir gleðskap, söng og konur. Hann var fálátur og prúðmenni hið mesta, einrænn, sótti aldrei sam- komur, neytti aldrei víns og var ekki við kvenmann kenndur lengi vel. Ég hafði heyrt, að hann hefði tekið gagngerðum sinnaskiptum í seinni tíð, væri búinn að staðfesta ráð sitt, öðlast nýja lífsskoðun, farinn að neyta víns og orðinn hrókur alls fagnaðar í bænum, og á sínu nýja, yndislega heimili. Mér duldust ekki breytingarnar, sem orðið höfðu á hug hans og högum, strax og ég sá hann í skrif- stofunni. Fögnuður og lífsgleöi geislaði af honum, þegar hann bauð mig velkominn, þakkaði fyrir allt gamalt og kom með Havanna- vindla, wisky og tvö staup á diski. Loginn frá arninum varpaði á okkur flöktandi bjarma. „Miklum stakkaskiptum hefur þú annars tekið, Doddi, síðan við vor- um saman,“ sagði Andrés bros- andi. „En þú þá?“ spurði ég, „hefur þú þá ekki breytzt?" „Það er nú víst of lítið sagt með því,“ svaraöi Andrés. „Ég er orðinn allur annar maður. Þú ert þó sá sami, átt sömu áhugamál og forð- um, lifir fyrir æskuhugsjón þína. Ég hef glatað minni. Þú ert orð- inn frægur doktor í fræðum þín- um. Ég náði aldrei neinu prófi.“ Hann brosti góðlátlega. „Vísindastörfin gefa lífi mínu gildi,“ svaraði ég. „Já, af því mætti ég öfunda þig,“ sagði Andrés ljúfmannlega, „en þó

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.