Dvöl - 01.04.1944, Page 4

Dvöl - 01.04.1944, Page 4
82 DVÖL geri ég það ekki. Segðu mér annars eitthvað af nýjustu rannsóknum þínum og árangri þeirra.“ „Jarðfræöin er sú vísindagrein, sem atvinnuvegir þjóðarinnar byggjast á,“ svaraði ég. „Þekking á efnum jarðvegsins styður rækt- unina, staðgóð vitneskja um berg- tegundir og steina verða öflug lyftistöng margs konar iðnaðar, og ef til vill megna rannsókn- ir á eðli landskjálfta og eldgosa að koma í veg fyrir hörmungar, sem af þeim geta leitt í framtíð- inni.“ „Um það var ég ekki að spyrja, heldur hítt, hvað þínum eigin rannsóknum liði,“ anzaði hann. „Þær eru enn á því tilrauna- stigi,“ sagði ég, „að fullsnemmt er að slá nokkru föstu. Þó tel ég mig vera vel á Veg kominn með athug- un gabbrósins. En sú bergtegund virðist ætla að ráða bót á þúsund ára gamalli vöntun þolanlegs bygg- ingarefnis í landinu. Mér hefur nú loks tekizt að sanna ágæti þess. Það er gott að höggva og tekur engum þeim efnabreytingum af völdum loftslagsins, sem hættu- legar eru fyrir endingu þess.“ „En hvað líður kostnaðinum við að brjóta það og flytja?“ spurði hann. „Reynslan verður að sýna, hvort það borgar sig fjárhagslega. Nú ætlar ríkið að gera tilraun í þá átt með byggingu drykkjumannahælis úr þessari bergtegund einvörð- ungu.“ — Ég sá, að Andrés tók svip- brigðum. Þetta hefur eflaust minnt hann á það, þegar hann á skóla- árunum barðist eins og ljón fyrir hugmyndinni um slíka stofnun, okkur félögum hans til athlægis og spotts. En það æsti forvitni mína og löngun til að vita orsakirnar til þeirra sinnaskipta, er hann hafði tekið, einkum í bindindis- málum. Hann þagði um stund. Ég notaði tækifærið og sneri við blaðinu. „Heyrðu, Andri minn! Þú sagð- ist áðan mega öfunda mig af tryggð minni við æskuhugsjón mína: vís- indin. Þegar við vorum ungir, sagð- ir þú, aö áfengið væri orsök alls böls í heiminum, baráttan gegn því æðsta viðfangsefnið og með útrýmingu vínsins mætti ráða bæt- ur á eymdinni. En ég sagöi, að náttúruvísindin mundu leysa allar ráðgátur mannsandans, létta oki af lúnum herðum og sigra fátækt, basl og bágindi. Nú sé ég, að vís- indin eru ekki einhlít. Þó ætla ég að verja kröftum mínum í þjón- ustu þeirra. En þú sagðir skilið við áhugamál þín og æskuhugsjón- ir í einu vetfangi. Hvernig stóð á því, viltu segja mér það?“ „Allt hefur sínar orsakir,“ anzaði hann eftir nokkra þögn, alvarlegur í bragði. „En engum vildi ég frem- ur skýra frá þessu en þér, Doddi. Ef þú hefur næga þolinmæði, mun ég segja þér ástæðuna fyrir þessum straumhvörfum ævi minnar. Fyrst

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.