Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 7

Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 7
n>VÖL 85 loðhúfu, belgvettlinga og selskinns- skó, staf í hendi og stóran bagga á baki. Við horfðum rannsakandi aug- um hvor á annan, ég með velþókn- un á hann, hann með vanþóknun á mig. Einkum varð ég þess á- skynj a, að honum virtist ekki bún- ingur minn skjóllegur: hatturinn, flibbinn og hanzkarnir. En hann sagði ekki orð, hnyklaði aðeins örlítið brýrnar. Síðan héldum við af stað, hægt og þegjandi, í áttina til fjallsins. Veður var kalt og kyrrt. Mig sveið í eyrun og hálsinn. Brátt risu brekkur í fang. Á fyrsta hjallan- um fengirm við okkur hvild. Hann dró pyttlu upp úr vasa sínum og dreypti á. „Mér þýðir víst ekki að bjóða þér bragð,“ sagði hann og leit til mín tvíráðum augum. Hrukkurnar út frá þeim báru vott um glettni og góða lund. „Nei, þakk,“ sagði ég í tón, sem honum geðjaðist ekki að. Svo þrammaði hann áfram þegjandi upp eftir hlíðunum og ég á eftir. Hann saup oftar á flöskunni, en ekki mikið í einu. Við hvíldum okkur góða stund uppi á efsta hjallanum. Þar gustaði, og mér varð hrollkalt. Hann vissi, hvað mér leið, tók vænan teig og sagði: „Þetta skemmir engan, það hitar og hressir.“ „Getur vel verið,“ anzaði ég, „en ekki er mér um það gefið.“ „Oft hefur það gert mér göng- una léttari hérna í brekkunum, en aldrei þyngri,“ sagði hann kank- víslega. „Ætli það sé nokkuð annað en blekking,“ mælti ég. „Reynslan er ólygnust,“ svaraði hann. „Já, það er næg reynsla fengin fyrir skaðsemi þess,“ sagði ég. „Menn drekka það ævinlega sér til óbóta.“ „Gott vín er heilsulyf,“ sagði hann. ,.Ég hef aldrei drukkið mér til óbóta, en ævinlega til bóta — nema einu sinni, tvisvar.“ — Aug- un leiftruðu, eins og hann sæi inn í heim glæstra minninga., „Hvenær var það?“ spurði ég. „Þá bjó ég að Grænubökkum," sagði Karl, „og var að flytja þaðan. Brennivínstunnu hafði rekið á Löngufjöru. Hún var boðin upp með öðru vogreki og slegin Benja- mín á Vöðlum og nokkrum vinum hans í félagi. Þeir voru allir kunn- ingjar mínir og bundust samtök- um um að gera mér glaðan dag að skilnaði. Þetta var stærðar áma, og flutti Bensi hana heim í skemmu sína, tjaldaði veggina og gerði boð eftir mér með ísak í Kílsnesi. Benjamín tók á móti okkur tveim höndum í skemmudyrunum á Vöðl- um með svofelldum orðum: „Ég krækti mér í þennan bauk á uppboöinu um daginn með það fyrir augum, að hressa eitthvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.