Dvöl - 01.04.1944, Page 15

Dvöl - 01.04.1944, Page 15
D VÖL 93 Kári Tryggvason, kennari, Víðikeri í Bárðardal, er þegar allþekktur jyrir kvœði sín. Á sídastliðnu ári kom út eftir hann kvœðasafnið „Fuglinn flúgandi," og œtlað börn um og unglingum. — Kári hefur oft fylgt ferðamönnum, innlendum sem erlendum, um Öbyggðirnar fram af Bárðar- dal — um Ódáðahraun til Dyngjufjalla og Öskju. — í einni slíkri ferð var haldið ofan í Herðubreiðarlindir, en þcer eru fram með Jökulsá á Fjöllum norðan Herðubreiðar. Veður var hið versta. En er komið var norður hjá Herðu- breið, glaðnaði himinn. Gerði hið bezta veður, og Herðu- hreiðarlindir buðu ferðamenn velkomna, skrýddar sinni dýr- ustu fegurð. — Þá varð þetta kvœði til. ztaóon.' Herðubreiðarlindir Undan grettu hrikahrauni himintœrar lindir spretta, og með vorsins gullnu grósku grœnan blómaskrúða flétta. Háar hvannir blöðin breiða björtum kjarnajurtum yfir. Hér eru lífsins heilsubrunnar. Hérna fagnar allt, sem lifir. Eftir dagleið óralanga, yfir hraun og brunasanda, hérna loksins augað eygir óskaríki draumalanda. Lœkjaniður, lindahvískur, Ijúf og heilnœm blómaangan. Inni í skjóli kringdra kletta kvikar naumast blær um vangann. Hér er athvarf ungamœðra, — andarhjón á straumi leika, fram við kvísl í frjóu grasi feitra gœsa hópar reika. Lengra inni í lautardragi lindaseyrur tjarnir mynda. Þar hef ég séð á mildum morgni mjallahvítar álftir synda.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.