Dvöl - 01.04.1944, Side 20

Dvöl - 01.04.1944, Side 20
98 D VÖT Þessar heimsóknir veita marg- víslega ánægju. Eldri konurnar setjast í þægilegustu stólana í dag- stofunni og hjala saman og prjóna í ákafa, því iðjulausar eru þær ekki stundinni lengur. Heimasæt- urnar pukra saman í einhverju stofuhorni og skoða myndir, pískra og hlæja, eða telja upp fötin, sem þær ætla að kaupa sér í Eatons- búðinni í Torontó. Þegar gestirnir hafa staðið við eina eða tvær klukkustundir, fer húsmóðirin að hita undir katlin- um og veitir síðan gestum sínum te eða kakó með öllu tilheyrandi. Að því loknu fer aðkomufólkið að búast til heimferðar. En heimsóknirnar eru ekki einu gleðisamkvæmi vetrarins. Ekki mun liöið langt á árið, er ungt fólk safn- ast til skautahlaups á bláum ísi einhvers vatnsins á stjörnubjörtu og mánaljósu kvöldi. Á vatnsbakk- anum leiftra viðarbál og þar er hitað kaffi og steiktar kartöflur. En þegar snjórinn er lagstur á ís vatnanna og gerir hann ófæran til skautaferða, safnast fólkið til sleðaferða í hlíðum og brekkum, og stundum er stiginn fjörugur dans í skólahúsinu. Dansinum okkar fylgir mikil gleði og kátína. — Þegar dags- verkunum var lokið, og við höfðum snyrt okkur og snætt kvöldverð, stigum við á sleðann og ókum af stað. Við hvern bæ bættust fleiri og fleiri í sleðann þar til hann var yfirfullur. Þegar við komum í skóla- húsið, hafði borðunum verið raðað meðfram veggjum skólastofunnar. f hvorum enda stofunnar hékk lampi. Á ofninum við annan stafn- inn sauð á katlinum. Við hinn stafninn stóðu tveir fiðluleikarar og voru að stilla hljóðfærin, og hjá þeim stóð kallari, sem stjórnaði dansinum. Hann hrópaði: „Fáið ykkur dansfélaga, nú byrjum við.“ Hópar, hver með fjórum pörum, mynduðust á gólfinu eins og í enskum sveitadansi. Fiðluleikar- arnir hófu leik sinn, og kallarinn söng undir, og í vísunni, sem hann söng, var sagt fyrir um dansinn, og allir gerðu eins og fyrir var mælt. Dansinn dunaði og fólkið iðaði af kæti, og áður en nokkurn varði, var komið miðnætti, og þá fengu allir te með smákökum, og svo var dansinn hafinn á ný. En klukkan tvö var gleðinni slitið, því að snemma þurfti að fara til mjalta. Við stigum á sleðann, slóg- um i klárinn og ókum í spretti heim. Næsta dag var danshöllin okkar skólastofa á ný. Skólastarfið þarna í dreifbýlinu er nokkuð sérstakt og athyglisvert. Hvert hreppsfélag í Ontoríó, sem hefur tólf skólaskyld börn eða fleiri, hefur heimild til að reka skóla. Kennarar við slíka skóla þurfa því að kenna samtímis börnum á aldr- inum 6—14 ára. Kennarinn okkar í Dayton var ung, smávaxin stúlka, tuttugu og eins árs gömul, og þeg-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.