Dvöl - 01.04.1944, Page 22

Dvöl - 01.04.1944, Page 22
ióð ÐVÖL Við miðdegisverðarboröið. og bústin. í skógarj aðrinum vaxa þriflegir hindberjarunnar og kirsu- berjatré í hvítum blóma. Meðfram girðingunum vaxa runn- ar með svörtum kirsuberjum í klös- um, indælum í ávaxtahlaup. Á hæðum og hlíðardrögum vaxa blá- berin á lágu og kræklóttu lyngi meðal litskrúðugra blóma. Alla þessa ávexti verður að tína og sjóða niður og búa til vetrargeymslu. Berja- og ávaxtatínslan er eink- um verk kvenna og barna. Sveita- börnin taka sinn þátt í daglegum störfum jafnskjótt og þau rísa á legg. Telpurnar sinna störfum í eldhúsi og görðum, og drengirnir í ökrum og peningshúsum. Víðs vegar um Kanada eru félög og sambönd, sem hafa það markmið, að örva og hvetja börn til þátttöku í búskapnum. „Svínafélagið“, sem upprunalega var stofnað af „Kana- diska járnbrautarfélaginu,“ vakti svo mjög áhuga drengja á svína- rækt, að þeim tókst að ala allmikið vænni grísi en áður hafði tekizt. Á þessum slóðum verða menn að vera sjálfum sér nógir að miklu leyti og færir til flestra starfa. Bóndinn verður að byggja hús sín og dytta að hverju sem aflaga fer,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.