Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 25

Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 25
D VÖL 103 konungurinn, — af því að ég álít að tólf dætur sé nóg handa hverj- um sem er. Þegar Desember litla er komin, neyðist ég líklega til að láta hálshöggva þig. Hann grét beisklega, þegar hann sagði þetta, því að honum þótti svo vænt um drottningu sína. Auð- vitað hryggði þetta drottninguna mjög, þar sem hún vissi hve þungt konunginum mundi falla það að þurfa að láta hálshöggva hana. Það var líka leiðinlegt fyrir hana sjálfa. En atvikin höguðu því þannig, að hvorugt þeirra fékk ástæðu til að kvíða, af því að September varð síðasta dóttirin, sem þau eignuðust. Drottningin eignaðist aðeins syni eftir það, og þeir voru nefndir eftir stöfunum í stafrófinu og ástæðu- laust var að óttast, að það hrykki ekki til, þar sem hún var aðeins komin að stafnum j. Þessar sífelldu nafnabreytingar höfðu mikil og breytileg áhrif á skapgerð og lyndiseinkunnir stúlknanna. Sérstaklega urðu þær eldri æstar í skapi, af því að þeirra nöfnum hafði oftar verið breytt. En September, sem ekki hafði heit- ið öðru nafni en September, var mjög góð og indæl að eðlisfari. En systur hennar völdu henni samt margs konar nöfn. Konungurinn af Síam hafði einn sið, sem að vissu leyti gæti verið hyggilegt að taka upp í Evrópu. I stað þess að taka á móti gjöfum á afmælisdegi sínum, gaf hann þær öðrum. Á einum afmælisdegi sínum gaf hann hverri dóttur sinni fallegan, grænan páfagauk í gull- búri. Búrin voru níu og á hvert þeirra var skrifað nafn stúlkunnar, er átti það. Prinsessurnar níu voru mjög hrifnar af páfagaukunum sínum og eyddu einum klukkutíma á hverjum degi til að kenna þeim að tala. Brátt gátu allir páfagauk- arnir sagt: Guð varðveiti konung- inn (auðvitað á síamisku, sem er mjög erfitt) og sumir þeirra gátu meira að segja sagt: „Fagra Polly“ á hvorki meira né minna en sjö Austurlandamálum. En dag nokkurn, þegar Septem- ber prinsessa ætlaði að bjóða páfa- gauknum sínum góða nótt, fann hún hann dauðan í búrinu. Hún fór þegar í stað að gráta og áttu þernur hennar fullt í fangi með að hugga hana. Þær ætluðu að fara í veizlu og létu því September prins- essu fara að hátta svo snemma, sem þær gátu og yfirgáfu hana síðan. Hún lá vakandi í rúminu og grét og hirti ekki um það, þótt hún væri orðin svöng. Allt í einu sá hún lítinn fugl fljúga inn í her- bergið. Hún tók fingurinn út úr sér og settist upp. Þá fór litli fugl- inn að syngja og hann söng fagran söng um stöðuvatnið í hallargarð- inum og pílviðartrén, sem spegl- uðust í lygnum vatnsfletinum, og um gullfiskinn, sem synti þar aftur og fram. Prinsessan hætti að gráta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.