Dvöl - 01.04.1944, Page 32

Dvöl - 01.04.1944, Page 32
110 D VÖL „Ó, Eiríksjökull forni sjóli jjalla." og Skógum og skildi þau sundur og líka skildi hún sundur tvo hreppa. Þeir, sem bjuggu norðan við ána (í Reykholtsdalshreppi) áttu afréttarland á Arnarvatns- heiði. Þangað var féð rekið á vor- in og þaðan kom það spikfeitt og sællegt á haustin. Bræður tveir, Ásgrímur og Illugi, bjuggu í Skóg- um á norðurbakka árinnar. Þeir voru greinagóðir, fornir í skapi, rammíslenzkir og mjög elskir að fornsögum, ekki sízt þeim, sem snertu fornkappa og útilegumenn, forynjur og tröll. Þeir höfðu sjálfir lengi búið á fjöllum uppi, langt frá öllum mannabyggðum. Ásgrímur var vanur að fara í lengstu leitir (göngur segja sumir) á Arnarvatnsheiði — Fljótadraga- leitir ■— og vera þar fjallkóngur. Hann fléttaði oft saman í sögum sínum af Arnarvatnsheiði sagnir af veiðiskap, grasaferðum, útilegu- mönnum, ránsferðum þeirra, bar- áttu byggðarmanna við þá og svo eltingarleik leitarmanna við sauði skjarra, fangbrögð við norðlenzka leitamenn, kappreiðar við þá, sem alltaf enduðu með sigri klára hans! En hann hafði jafnan í leitunum tvo duglega hvíta klára, vakra og viljuga. Þegar ég nú lít yfir farinn veg, fjöll og höf, borgir og fram- andi lönd, þá eru það með beztu I

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.