Dvöl - 01.04.1944, Síða 36

Dvöl - 01.04.1944, Síða 36
114 DVÖL og upphlaðnn bálkur, þar sem hellisbúar hafa helzt hafzt við. En margir aðrir hellar eru víða um hraunið. Einn þeirra, skammt frá Surtshelli, sem er mjög stór, heitir Stefánshellir. Fann Stefán, sem nú býr í Kalmanstungu, hann á ungl- ingsárum sínum. Einn heitir Víð- gemlir, og er það einnig veglegur hellir. Gjár eru líka víða í hraun- inu og eru þær margar grasi grónar í botni. Heyrði ég oft átakanlegar sögur af kindum, sem stukku í þessar gjár á sumrum og sultu þar í hel, eða fundust aðframkomnar. Var talið að þær hlypu einkum í gjárnar undan mýbiti. Skátar fóru á þessar slóðir eitt sumar og hlóðu tröppur upp úr mörgum gjám, eða löguðu þær á annan hátt, svo að kindur kæmust upp úr þeim. Var þetta gott verk eins og skátanna var von og vísa. Fyrsta daginn, sem við leitar- mennirnir fórum á heiðina riðum við inn með Strútnum að norðan- verðu skammt frá Surtshelli og um Vopnalág, sem er nokkru ofar. Er hún fræg úr sögum um Hellismenn. Lágin er einkennileg skeifumynd- uð dæld, slétt í botn með brattar hlíðar báðum megin, og opnast endar hennar nær því á sama stað. Vegurinn er alltaf mjög grýttur á þessum slóðum og seinfarinn. Um féð skeyttum við ekkert fyrr en komið var á Þorvaldsháls, þá smöl- um við því sem við gátum norður yfir Norðlingafljót, en sumu töp- uðum við suður yfir Hallmundar- hraun, allt suður að Eiríksjökli. Var okkur sagt, að slíkt gerði ekki til, því að þar taka við smalalönd Kalmanstungumanna. Fyrstu nóttina á heiðinni gist- um við leitarmennirnir í tjaldi við Reykjavatn, sem er við norðaustur röndina á Hallmundarhrauni um 40—50 km. fyrir ofan byggð. Heldur var kalt í tjaldinu, því að allmikið fraus um nóttina, en glatt var á hjalla, sungið, kveðið og sagðar sögur. Loks þögnuðu allir og er mér minnisstætt að værast virtist sofa maður einn, sem nú er fyrir löngu þekktur um Borgarf jörð fyrir dugnað við skurðgröft o. m. fl. Var hann vanur útilegum þarna á heið- unum við veiðiskap. Svaf hann yztur við tjaldskörina og hafði ekki annað ofan á sér en húfu, er hann breiddi yfir andlitið og var hún héluð um morguninn. Eftir að allir voru komnir í þögn fóru margs konar sögur, sem ég hafði heyrt Skógabræður segja frá, að koma fram í huga minn. Einmitt hér við Reykjavatn höfðu sumir útilegu- manna dvalið, m.a. sá síðasti þeirra, snemma á síðustu öld, Jón Franz af Snæfellsnesi. Bjó hann í helli rétt sunnan við vatnið, og Fjalla- Eyvindur bjó hér líka rétt hjá á 18. öldinni. Hafðist hann við í Eyvind- arholu, sem mjög er erfitt að finna, en hún er spölkorn suður í hraun- inu. Á Arnarvatnsheiði leituðu sek- ir skógarmenn og aðrir útlagar j

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.