Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 47

Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 47
DVÖL 125 brennisteinsgufuna, sem brátt kom okkur til að hósta. Reykjarstrókarnir, fljúgandi björgin (sum stærri en litla flug- velin okkar) og glóandi hraunleðj- an kom okkur til að standa á önd- inni af undrun og skelfingu. þegar flugvélin nálgaðist. Við lentum hjá þorpinu Urna- pan, 20 mílur frá eldfjallinu. Þykkt öskulag hvíldi á öllu, og breyttist í límkennda leðju þegar rigndi. Þökin svignuðu undan þunga öskulagsins, sem hrúgaðist niður hraðar en þorpsbúarnir gátu mokað því burt. Áhorfendur, stund- um um 500 á dag, flykkjast að, því að landið umhverfis Paracutin eldfjallið er nú orðið eftirsótt af ferðamönnum. Stórir áætlunar- vagnar ganga nú til Urnapan. Oft þarf að moka síðustu tíu mílurnar af veginum. Áhorfendurnir fara í bifreiðum eða á múlösnum það sem eftir er leiðarinnar frá Urnapan, svo langt sem leyfilegt er að fara vegna öryggis, eða h. u. b. mílu frá rótum eldfjallsins. Þorpið Parangaricutiro, sem þeir innfæddu eru vanir að kalla San Juan, stendur við jaðar hættu- svæðisins. Handan við það er ekk- ert nema aska, hraunleðja, þrum- ur og ógnir. Mexicóstjórnin fyrir- skipaði að íbúarnir skyldu fluttir burt. En þótt þeir þyrftu að sveit- ast við öskumokstur dag og nótt heituðu þeir að hverfa á brott. Þeir græða nú meira fé, heldur en þeir hafa nokkru sinni séð áður, taka á móti ferðamönnum og fylgja þeim, leigja þeim múlasna og hesta. Á hundrað fermílna svæði sést ekki stingandi strá eða bærist lif- andi blað. f allt að fimmtíu mílna fjarlægð visnuðu allar veikari jurt- ir aðeins þær harðgerðari, svo sem tré og runnar, héldu velli. Sjö þorp hafa lagzt algerlega í eyði og skemmdir orðið á mörgum öðrum. Garðjurtirnar á hinum frjósömu bújörðum visna og deyja, þegar vindurinn breiðir öskulag yfir þær. Fuglar detta dauðir til jarðar. Skortur er á vatni, því að upp- sprettur og lækir hafa þornað. Ríkisstj órnin sendi hópa af læknum, hjúkrunarkonum og verkamönnum til aðstoðar við að flytja meira en 800 manna burt af þessum svæðum. En þessum ógnum er ekki lokið ennþá. Paracutin eldfjallið er ekki þrotið að kröftum. Ógurlegar sprengingar halda áfram og helj- arstór rauðglóandi björg þeytast með ógnarafli upp í loftið og falla svo niður utan við gígbarmana, sem smáhækka. Hraunstraumur- inn heldur ennþá áfram. Á nótt- unni sýnist eins og eldfoss falli út af gígbarminum. Mexicóbúar segja: „Helvíti er ennþá óbeizlað.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.