Dvöl - 01.04.1944, Page 50

Dvöl - 01.04.1944, Page 50
128 DVÖL JÓSÍ HELGASOW: Jón Magnússon Á síðastliðnum vetri átti íslenzka þjóðin á bak að sjá einu úr hópi örfárra hinna beztu skálda sinna síðustu áratugina. Jón Magnússon féll í valinn, mjög fyrir aldur fram, aðeins 47 ára gamall. Jóns Magnússonar hefur að sjálfsögðu verið minnzt í flestum íslenzkum blöðum og mörgum tímaritum, æviatriðin rakin og gerð nokkur grein fyrir skáldskap hans og lífsviðhorfum. En eigi að síður hlýðir að hans sé getið í Dvöl, þar sem ýms kvæði hans hafa birzt og jafnan átti vísa velvild hans og stuðning. Jón Magnússon var Borgfirðing- ur að uppruna( sonur Magnúsar Jónssonar bónda að Fossatúni í Andakíl og Sigríðar Þorkelsdótt- ur, konu hans, frá Goðhóli á Vatns- leysuströnd. Var hún miklum mannkostum búin, æðrulaus í þungu mótlæti, fórnfús og eljusöm og ávann sér að makleikum virð- ingu og vináttu flestra, er henni kynntust að ráði. Unni Jón henni mjög og orti henni hin fegurstu ljóð. Af föður sínum hafði hann lítið að segja. Hann lézt, er Jón var barn að aldri. Varð hann eftir það að fara til vandalausra og var hann nokkur ár í þeim vistum í byggðum Borgarfjarðar. Hef ég það fyrir satt, að þá hafi ekki allt- af verið gert við barnið sem skyldi. Á ofanverðum bernzkuárum Jóns réðist Sigríður móðir hans til bús að Svartagili í Þingvallasveit með Þorsteini Jónssyni frá Heiðarbæ. Fluttist Jón þá þangað, og þótt dvöl hans þar yrði fremur skamm- vinn, leit hann upp frá því jafnan á Þingvallasveitina sem hina eigin- legu æskubyggð sína. Þar var hans „hjartfólgna jörð.“ Hin mörgu kvæði hans um Þingvallasveitina og fólkið, sem þar lifði og starfaði á æskuárum hans, sýnir glögglega, hve tíðhugsað honum hefur orðið á þær slóðir. Það breytti engu, þótt bær hans væri harðbalakot tii fjalla og efnin smá. „Atvikin geym- ast, þótt frjósi og fenni.“

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.