Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 51

Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 51
Ð VÖL 129 Þegar Þau Þorsteinn og Sigríður hættu búskap í Svartagili, lá leið Jóns aftur vestur yfir fjallið, að þessu sinni að Litla-Botni í Botns- dal, til Þorkels Péturssonar bónda þar. Munu minningarnar um Þing- vallasveitina og alla þá mörgu og miklu atburði, sem þar hafa gerzt við hvert fótmál svo til, ekki hafa sljóvgast í þeirri vist, því að hús- bóndinn hafði sjálfur alizt þar upp og hafði yndi af að glöggva sig á gömlum atburðum. Hann dáðist einnig að skáldskapargáfu drengs- ins, sem þá þegar var farinn að yrkja, og hvatti hann fremur en latti til þess að þroska þá íþrótt. Úr Botntsdalnum hvarf Jón til Reykjavíkur. Hóf hann þar beyki- nám og gerðist dugandi iðnaðar- maður, en sinnti hugðarefnum sín- um, eftir því sem tóm gafst til. Varð hann, þegar fram liðu stundir, efnalega sjálfstæður, og stofnaði síðar umfangsmikið verzlunarfyr- irtæki í félagi við annan mann. Festi hann ráð sitt, er hér var kom- ið sögu, og gekk að eiga skáldkon- una Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi. Eignuðust þau nokkur mannvænleg böm. Eins og ráða má af því, sem hér er sagt um æviferil Jóns, hafði hann til æviloka við margvíslega starfsönn og umsýslu og búa og fékkst ekki að jafnaði við skáld- skap nema í tómstundum. Þrátt fyrir það liggja eftir hann fjórar ljóðabækur, og hin fimmta mun hafa verið í aðsigi, er hann féll frá. ■ Þar er þó hver setning fáguð og felld. Skáldskap Jóns verður ekki lýst hér, heldur aðeins lauslega drepið á örfá atriði, sem einkenndu hann. Allir, sem þekktu Jón, vissu, hve ljóðin hans voru sönr. mynd af honum sjálfum. Hann var sama göfugmennið í skáidskap sem lífi og skoðunum. Hvar sem leitað væri í skáldskap hans, myndi hvergi finnast þar grómtekin hugsun. Til þess virti hann of mikið göfgi lífs- ins og liscar sinnar. Og honum þótti mjög fyrir því, ef aðrir gerðu sig sekan um að nota hæfileika sína til illkvittinna glettinga við náunga sína eða tilveruna í heild. Hann var einlægur málsvari allra, sem við kröpp kjör áttu að búa,.en sú málsvörn birtist oftar í gervi hlýrrar samúðar með smælingjum en hatrömu ádeiluformi. Þó að hann sæi ekki miður en aðrir, hve mörgu var áfátt í fari þjóðarinnar, svo sem vænta mátti um jafn glöggskyggnan og tilfinningaríkan mann, var hann gæddur ríkri og óbifandi, en þó öfgalausri, trú á framtíðina, og þegar ýmsir fundu það köllun sína að hafa hátt um spillingu og lausung samtiðarinnar, reis hann oftar en einu sinni upp til andsvara. Mun hann þó hafa verið mörgum ófúsari til þess að eiga í óþörfum deilum. Trúrækinn var hann, en engin bókstafsþræll, og mun svo hafa verið frá barn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.