Dvöl - 01.04.1944, Síða 52
130
D VÖL
æsku. Eru til eftir hann undurfög-
ur trúarljóð, og svo naumur sem
tími hans mun löngum hafa veriö,
helgaði hann þó sálm&bók þeirri,
sem væntanlega kemur fyrir al-
menningssjónir á þessu ári, mjög
mikið og gagnlegt starf.
Þótt Jón settist ungur að 1 kaup-
stað og byggi þar manndómSár sín
og teldi jafnvel skyldu sírta að
ganga fram fyrir skjöldu til and-
mæla, þegar fram kom rödd, Bem
honum fannst með hæpnum rök-
stuðningi og ónógri yfirsýn vildi
telja íbúa kaupstaðanna syndutn
spilltari lýð en aðra landsmenn, þ&
var Jón þó sjálfur fyrst og fremst
barn sveitanna — sonur hinnar
íslenzku moldar. Þangað leitaði
hugur hans jafnan, og það var
ætlun hans að flytja aftur búferl-
um þangað, þegar aðstæður leyfðu
og lifa þar því lífi, sem honum var
hugþekkast. En til þess entist hon-
Þormöður Pálsson:
_ . __ ••
8JOT
Þú fœddist inn í hjarðmennskunnar heim,
þar hœfni þín var dður dœmd og metin.
Af flestum löstum líf þitt erfði keim —
þess lika von, í syndum varstu getinn.
Og fútœkt þín gaf fárra kosta völ
en fagrir dráumar hurfu bak við árin.
Þú treystir Drottni, blessaðir þitt böl,
er blóð þitt rann og hundar sleiktu sárin.
um ekki aldur. Nokkur hin síðustu
ár hafði hann þó haft með höndum
merkilegt ræktunarstarf á æsku-
slóðunum. Hann hafði tekið að
sér að klæða þar dálitla spildu
skógi, og sparaði hvorki fé né tíma
til þess, að það starf bæri hinn
æskilegasta árangur.
Mér finnst þetta starf bera Jóni
Magnússyni mjög táknrænt vitni,
eins og hann var, bæði í lífi sínu
og ljóðum. Hann var maður, sem
aldrei hafði troðið nýgræðing und-
ir fótum og ávallt hlúði að hverjum
vaxtarsprota. Nú er hann dáinn,
þessi þjónustumaður lífsins. En
hann heldur áfram að lifa og ylja
ljóðelskum íslendingum með skáld-
skap sínum. Ég hygg, að hann sé
einn í hópi þeirra skálda, sem
halda áfram að vaxa í vitund
manna, þótt kominn sé undir græna
torfu. Slíkt hlutskipti hlotnast að-
elns öndvegisskáldum.
UOUR
Þú þtælaðir unz bognaði þitt bak
í baráttu við hungur, nekt og lúa.
En stritið gaf þér áldrei eigið þalc
og ekkert nema sigg á kreppta hnúa.
Nú situr þú og bíður bakkann við
og blindum augum starir út í geiminn.
Þú getur ekki framar lagt þeim lið,
sem líf þitt rœndu, til að sigra heiminn.