Dvöl - 01.04.1944, Side 53

Dvöl - 01.04.1944, Side 53
D VÖL 131 Jónas Kristj&nsson j*ýddi (Pramh.) Tíminn fram að Þakkardeginum ætlaði aldrei að líða, en þó nálg- aðist veturinn óðfluga. Skýin hrönnuðust saman og grúfðu yfir landinu og strukust við hæðirnar, og vindurinn hvein á nóttunni. Allan daginn hrundi skrælnað eikilaufið af trjánum unz það þakti jörðina, en samt voru trén eins eftir sem áður. Jói hafði óskað þess að ekki rigndi fyrir Þakkardaginn, en það gerði það nú samt. Brún jörðin varð svört og trén sindruðu. Strástubbarnir urðu svartir í sárið af rakanum, og heytosin urðu grá óvarin í úrkom- unni, og mosinn á þökunum, sem verið hafði grár í gegn allt sumarið, tók á sig skæran slýgrænan lit. Alla regnvikuna hafði Jói hestinn sinn í húsi, nema stutta stund eftir skólatímann, en þá teymdi hann fol- ann út til að liðka hann og brynna honum úr stokknum í efri réttinni. Það kom aldrei fyrir að Gabílan vöknaði. Votviðrin héldu áfram unz sprottinn var hýjungur af nýju grænu grasi. Jói gekk í skólann klæddur í olíustakk og lág gúmmístígvél. Loksins kom þó glampandi sólskin einn morguninn. Jói var eitthvað að dútla í hesthúsinu, og hann sagði við Billa Búkk: „Kannske ég ætti að láta Gabílan út í réttina, þegar ég fer í skólann í dag.“ „Já, hann hefur gott af að vera úti i sólskininu," sagði Billi fullviss. ..Það fellur engri skepnu vel að vera byrgð inni langan tíma. Við pabbi Þinn ætlum upp á hæðina til að hreinsa laufið úr lindinni.“ Billi kink- aði kolli og stangaði úr tönnunum með einu stráinu sínu. „En ef hann fer nú að rigna,“ svaraði Jói. „O — hann er ekki svo regnlegur í dag. Hann er búinn að demba öllu ðr sér.“ Billi togaði upp ermarnar og kippti í ermasmeygana. „Hva, þó t>að komi þá dropakast held ég það káli ekki hesti.“ „Já, en ef það kemur nú rigning, þá ætlarðu að láta hann inn fyrir hiig, Billi, er það ekki? Ég er hræddur um að honum verði kalt, og þá get ég ekki riðið á honum þegar þar að kemur.“ „O, vertu rólegur. Ég skal sjá um hann, ef við veröum þá komnir ^eim. En það kemur alls engin rigning í dag.“

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.