Dvöl - 01.04.1944, Side 54

Dvöl - 01.04.1944, Side 54
I3á DVÖI Og sVo skildi Jói Gabílan eftir úti i rétt þegar hann fór í skólann. Billa Búkk skjátlaðist ekki oft, en þennan dag skjátlaðist honum um veðrið, því að upp úr hádeginu runnu þykk ský inn yfir hæðirnar og síðan tók að rigna. Jói heyrði fyrstu dropana skella á skólaþakinu. Hann var að hugsa um að rétta upp höndina og fá að fara út, og hlaupa svo heim og láta inn hestinn. Hann mundi fá ráðningu bæði heima og í skólanum. Hann hætti við þetta og huggaði sig við það, að Billi hafði fullyrt að dálítil rigning gerði hesti ekkert til. Þegar skólinn var bú- inn flýtti hann sér heim í ausandi rigningunni. Litlar sytrur af efju- vatni bunuðu út af vegbrúninni. Regnið þyrlaðist á ská undan köld- um og byljóttum rosanum. Jói þaut heim í sprettinum, allur útataður af aurnum á veginum. Af hæðarbrúninni sá hann Gabílan standa krokulegan í réttinni. Rauða hárið var næstum því svart, og vatnið draup af því. Hann draup höfði og skaut höm í regnið og storminn. Jói kom á harða spretti og þeytti upp hesthúshurðinni og teymdi bjórvotan hestinn á ennis- toppnum inn í húsið. Því næst fann hann sér strigapoka og tók að nudda hestinn um skrokk, leggi og liðamót. Gabílan stóð þolinmóður, en hann fékk kölduflog og skalf þá eins og hrísla, Þegar Jói hafði þurrkað hestinn eins vel og hann framast gat, fór hann heim í bæ og sótti heitt vatn og fór með það niður í hesthúsið og jós méli í það. Gabílan virtist ekki mjög svangur. Hann snerti aðeins við heitri soppunni, en hafði enga lyst á henni, og hann fékk skjálfta- hviður við og við. Ofurlítill gufusveimur steig upp frá bakinu á honum. Myrkrið var að skella á þegar Billi Búkk og Karl Tiflín komu heim. „Þegar rigningin byrjaði skutumst við inn til Bensa Herkis til þess að standa af okkur dembuna, en svo stytti ekki upp allan daginn,“ sagði Karl Tiflín. Jói leit ásakandi á Billa Búkk, og Billi fann til sektar. „Þú sagðir að það mundi ekki rigna,“ sagði Jói ásakandi. Billi leit undan. „Það er aldrei hægt að segja um það á þessum tíma árs,“ sagði hann, en afsökunin var máttlaus. Hann hafði engan rétt til þess að vera skeikull og hann vissi það. „Hesturinn varð blautur, alveg hundrennandi.“ „Þurrkaðirðu hann ekki?“ „Jú, ég nuddaði hann með poka og gaf honum heita soppu.“ Billi kinkaði kolli til samþykkis. „Heldurðu að hann fái brjóstveiki, Billi?“ „Nei, nei. Svolítil rigning gerir engum neitt,“ sagði Billi fullvissandi. Faðir Jóa greip nú inn í samtalið og las honum ögn fyrir. „Hest-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.