Dvöl - 01.04.1944, Síða 58

Dvöl - 01.04.1944, Síða 58
136 DVÖL Billi frá sér ketilinn og tók pokann af höfði Gabílans. Nú var hann hressari að sjá. Hann andaði frjálslegar og augun voru vökulli en áður. „Sjáðu hvað honum verður gott af því,“ sagði Billi. „Nú breiðum við dúkinn á hann aftur. Kannske verður hann orðinn næstum því góður í fyrramálið.“ „Ég ætla að vera hjá honum í nótt,“ sagði Jói. „Nei, það skaltu ekki gera. Ég bý um mig hérna í heyinu. Þú getur verið yfir honum á morgun og gefið honum gufu ef með þarf.“ Það var orðið rökkvað þegar þeir fóru heim í kvöldmatinn. Jói tók ekki einu sinni eftir því, að einhver hafði gefið hænsnunum og fyllt viðarkassann. Hann ranglaði upp fyrir bæinn og út að dökkum runn- unum og fékk sér teyg úr stampnum. Lindarvatnið var svo kalt, að hann sveið 1 munninn og það fór hrollur um hann. Himinninn var enn ljós uppi yfir hæðarbrúninni. Hann sá hauk á flugi svo hátt að sólin skein á bringu hans og gerði hana eins og neistasindur. Tveir hrafnar hröktu hann undan sér, og það glampaði á þá um leið og þeir renndu sér á óvin sinn. í vestrinu voru þung ský, sem boðuðu regn á ný. Faðir Jóa sagði ekki orð meðan fólkið mataðist, en þegar Billi Búkk hafði tekið teppin sín og var farinn niður í hlöðu, glæddi Karl Tíflín eldinn á arninum og tók aö segja sögur. Hann sagði frá villimanninum, sem hljóp um landiö alstrípaður og hafði tagl og eyru eins og hestur, og hann sagði frá apaköttunum í Moro Kojó, sem hoppuðu upp í trén á fuglaveiðar. Hann vakti upp Maxvell bræðurna frægu, sem fundu gullæö og földu hana svo vel, að þeir gátu aldrei fundið hana aftur. Jói sat með hönd undir kinn. Varir hans bærðust í sífellu og faðir hans komst að því, að hann hlustaði ekki með athygli. „Er þetta ekki skemmtilegt?" spurði hann. Jói varð vandræðalegur en hló kurteislega. „Jú, jú.“ Þá varð faðir hans gramur og sár og sagði ekki fleiri sögur. Skömmu síðar tók Jói lukt og fór ofan í hesthús. Billi Búkk svaf í heyinu, og hesturinn var miklu betri að sjá, en þó snörlaði ögn í honum við andardráttinn. Jói stóð hjá honum um stund og strauk gómunum yfir rautt hárið, og svo tók hann luktina og fór aftur heim í bæ. Þegar hann var háttaður kom móðir hans inn í herbergið. „Hefurðu nú nóg ofan á þér? Það er farið að kólna í tíðinni." „Já, mamma." „Jæja, reyndu þá að sofa vel í nótt.“ Hún hikaði við og tvísté. „Hestur- inn nær sér aftur,“ sagði hún.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.