Dvöl - 01.04.1944, Side 61

Dvöl - 01.04.1944, Side 61
DVÖL 139 nákvæmninni og gert hafði verið í fyrra skiptið. Jói hélt höfði hests- ins upp, svo það strengdist á hálsinum meðan Billi þreifaði eftir rétta staðnum. Jói snökti einu sinni um leið og glampandi hnífsoddurinn fór á kaf inn í hálsinn. Hesturinn reyndi af veikum mætti að ausa, en stóð svo kyrr og skalf eins og hrísla. Blóðið vall úr sárinu og eftir hnífnum og yfir höndina á Billa og í ermi hans. Hin örugga hönd Billa skar kringlótt gat inn í barkann, og loftið brauzt út um gatið svo að blóðið þyrlaðist frá. Um leið og nóg súrefni komst inn í lungun fékk hesturinn skyndilega máttinn. Hann sló með afturfótunum og reyndi að prjóna, en Jói hélt höfðinu á honum niðri meðan Billi nudd- aði sárið upp úr karbólvatni. Þetta var nauðsynlegt. Blóðið hætti að streyma og loftstraumurinn víkkaði gatið og dró það saman á víxl með lágu sogi. Regnið sem kom á eftir náttkulinu tók að drjúpa á húsþakið. Þá kallaði glymhyrnan til morgunverðar. „Farðu heim í matinn, ég bíð hér á meðan,“ sagði Billi Búkk. „Við þurfum að passa að gatið lokist ekki.“ Jói gekk hægt út úr húsinu. Hann var of niðurdreginn til þess að geta sagt Billa frá því, að húsdyrnar höfðu fokið upp um nóttina, og hesturinn sloppið út. Hann kóklaðist heim að bænum í grárri og þvalri hiorgunskímunni og naut þess að ösla yfir hvern poll, sem varð á vegi hans. Móðir hans gaf honum að borða og klæddi hann í þurr föt. Hún spurði hann einskis. Hún virtist vita, að hann gæti ekki svarað spurn- ingum. En þegar hann var tilbúinn að fara aftur niður í húsið, kom hún með ílát fullt af heitri soppu. „Gefðu honum þetta,“ sagði hún. En Jói tók ekki fatið. „Hann étur ekkert,“ sagði hann og þaut út. Billi sýndi honum hvernig átti að festa bómullarhnoðra á prjónsodd °g hreinsa með honum úr gatinu, þegar það stíflaðist af hor. Faðir Jóa kom inn í hesthúsið og staðnæmdist við básinn hjá þeim. Svo sneri hann sér að drengnum. „Er ekki bezt að þú komir með mér? Ég ætla að fara að reka upp fyrir hæðina.“ Jói hristi höfiðið. „Það er langbezt þú komir burt frá þessu,“ endurtók faðir hans. Billi leit gremjulega á hann. „Láttu hann í friði. Þetta er þó hans hestur, eða hvað?“ Karl Tiflin gekk burt án þess að segja orð. Hann var mjög særður. Allan morguninn hélt Jói sárinu opnu, svo loftið komst óhindrað út °g inn. Um hádegið lagðist hesturinn örmagna á hliðina og teygði upp höfuðið. Billi kom nú aftur. „Ef þú ætlar að vera yfir honum í nótt, þá ætt- irðu að fá þér dúr,“ sagði hann. Jói gekk út úr hesthúsinu annars

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.