Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 62

Dvöl - 01.04.1944, Blaðsíða 62
140 D V Ö I hugar. Himinninn var orðinn heiður, ljósblár og kaldur. Alls staðar voru fuglarnir í óða önn að tína orma, sem skriðið höfðu upp á rakt yfir- borð jarðarinnar. Jói gekk út að hrísgerðinu og settist á mosavaxinn barminn á stamp- inum. Hann horfði ofan yfir bæjarhúsin og gamla skálann og svarta sýprustréð. Staðurinn var gamalkunnugur, en undarlega breyttur. Hann var ekki lengur aðeins þessi sami staður, heldur umgerð um það sem var að gerast. Kaldur vindur blés af austri. Það boðaði uppstyttu um hríð. Við fætur sér sá Jói litla anga af nýgræðingi sem breiddist yfir jörðina. í efjunni við lindina voru ótal spor eftir lynghænurnar. Matti Mörður kom snuðrandi upp yfir matjurtagarðinn og gekk á svig við Jóa hálfsmeykur, og Jói, sem mundi að hann hafði kastað í hann taðköggli, lagði handlegginn um háls honum og kyssti hann á breiða svarta trýnið. Matti Mörður sat grafkyrr, eins og hann vissi um eitthvað alvarlegt, sem væri að gerast. Langa loðna skottið klapp- aði jörðinni í alvörugefni. Jói tók bústna lús af hálsinum á Matta Merði og marði hana við nögl sér. Það var mesti óþverri. Hann þvoði sér um hendurnar í kaldri lindinni. Heima við bæinn var allt í ró, nema hvað vindurinn þaut í trjánum. Jói vissi að móðir hans mundi ekkert kæra sig, þótt hann kæmi ekki í hádegismatinn. Eftir stundarkorn gekk hann í hægðum sínum aftur ofan að hesthúsinu. Matti skreið inn í kofann sinn og vældi langa stund við sjálfan sig. Billi Búkk reis upp í básnum og lagði frá sér bómullarhnoðrann. Hest- urinn lá enn á hliðinni og sárið á hálsi hans víkkaði og herptist saman á víxl. Þegar Jói sá hve hárið á honum var dautt og doðalegt, þá skildi hann loksins að það var engin von með hann. Hann hafði áður séð þetta dauða hár á kindum og kúm, og það var ekki um að villast. Hann settist þunglega í básinn og tók grindina frá básnum. Langa stund horfði hann á sárið hreyfast, og að síðustu féll á hann mók, og dagur- inn leið fljótt. í ljósaskiptunum kom móðir hans með steik á djúp- um diski og skildi hana eftir hjá honum og fór aftur. Jói borðaði lítið eitt af henni, og þegar dimmt var orðið setti hann luktina í básinn við hausinn á hestinum, svo hann gæti horft á skurðinn og haldið honum opnum. Og aftur blundaði hann og mókti þangað til nætur- kuldinn vakti hann. Kaldur norðanvindur þaut og ýlfraði ofsalega. Jói sótti ábreiðuna sína upp í hlöðu og vafði henni um sig í básnum. Nú var andardráttur Gabílans loks orðinn rólegur; sárið á hálsinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.