Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 3
©vöL SEPTEMBER i94é 14. ARGANtSUft a. hetfti NAFNAKALLIÐ EFTIR MARTIN K □ C H Mauritz Berg var sextán ára, þegar hann deyddi fyrsta, stóra, fagra óskadrauminn sinn. Það var sólbjartur september- dagur; hann ' sat í hátíðasal menntaskólans, þó ekki niðri á meðal skólabræðra sinna, sem ein- mitt nú voru að taka sér sæti á bekkjunum við nafnakallið í byrj- un skólaársins. Hann sat í pall- stúkunni og faldi sig bak við súlu í hátíðlegu hálfrökkrinu uppi und- ir loftinu. Hann heyrði glaðlega, áhyggjulausa kliðinn neðan úr salnum, hann sá hundruð ungra, hraustlegra, útitekinna andlita, en einnig mörg þreytuleg, föl, með sljóleg augu. Hann sá kennarana safnast í smáhópa. Skólameistarinn sat þarna á tali við Sundberg yfir- kennara, guðfræðidoktorinn, sem kallaður var Postulinn. Og Mauritz kvaldist af óró — hvað skyldi skólameistari segja? Um sumarið hafði hann lokað námsbókunum sínum fyrir fullt og allt og byrjað að vinna sem iðn- nemi í málaravinnustofu Hann leit snöggvast á hendur sínar — það leyndi sér ekki, hvað hann hafði fyrir stafni um þessar mund- ir! Hendurnar voru hrjúfar og bólgnar og klístraðar olíu og öðrum óþverra. Ójá — svona verð- ur maður! En hvað skyldi skóla- meistari segja? Mauritz hafði ekki sagt sig úr skóla; nú mundi nafn hans verða kallað upp með hinum; enginn mundi svara — það var óttalegt, fannst honum. Nú byrjaði það. Það var sung- inn sálmur þarna niðri. Mauritz var þögull, meðan sálmurinn hljómaði upp til hans. Hann var ekki með lengur. Postulinn tók til máls, en Maur- itz hlustaði ekki á hann. Hafði hann ekki einmitt kosið það þann- ig? Hann hafði hugsað til þessa dags allt sumarið; hann hafði viljað heyra nafn sitt kallað upp; heyra, að enginn svaraði; heyra kyrrðina með eigin eyrum, til þess að skilja hve fortakslaust bernskudraumurinn var búinn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.