Dvöl - 01.07.1946, Side 4

Dvöl - 01.07.1946, Side 4
146 Ö VÖL vera. Því að draumurinn sá var búinn að vera, það var honum al- veg ljóst eftir nærri heils árs hug- leiðingar með sjálfum sér; hann varð að varpa því fyrir borð, öllu þessu fagra, dýrðlega, vor- glaða, sem hann hafði hugsað sér fyrrum — stúdentsprófinu, stúd- entsprófseinkunninni, stúdents- húfunni. Æ, hví skyldi maður fá kökk í hálsinn og sviða i augun, þegar maður deyðir drauma! Hann varð barnslega gramur við sjálfan sig. Skepna! hugsaði hann, og fann sig svo óumræðilega vesalan í samanburði við þá, sem eru menn, reglulegir menn. Hann hélt höndunum svo nærri vitun- um, að hann sveið í nefið undan stækri olíulyktinni: finnurðu nú, a:5 þú ert verkamaður? Finnurðu nú, að þú verður aldrei stúdent? Þegiðu svo! Nafnakallið byrjaði, og Mauritz hlustaði með vaxandi geðshrær- ingu, vaxandi hita í hamsi, vax- andi óþægindum í hálsinum — nafn eftir nafn, nafn eftir nafn, óendanlega löng keðja bjartra vona, kerfi ungra blóma, hvert fast við annað. Piltur í sporum Mauritz hefur í rauninni enga svipu á sjálfan sig nema háðið — stúdent, hm, hvað er það? Ekkert, ekki skapaður hlutur, fullvissaði hann sjálfan sig, minna en ekki neitt. Það er bara vitleysa, spjátrungur með grann- an göngustaf og hvíta húfu, sem hann er svo montinn af, að honum liggur við að rifna. Uss, það er fullkominn fábjánaháttur! Nú — æ, nú var nafniö kallað upp! En það var svarað já þar niðri, svo óendanlega langt í burtu; það var Sveinn, bróðir Mauritz. Enn dregst það þá um stund. Og allir þessir, sem nú hrópuðu sitt já, allir þessir fengu sem sagt að halda áfram, ef til vill að kom- ast til lands dásemdanna, þar sem menn gerast miklir, verða lærðir eða nafnkunnir með einhverjum hætti. Með öðrum oröum mundu allir þessir verða aulabárðar með hvíta húfu og rós í hnappagatinu í söng og sólskini, hvert sem þá bæri; nei, ónei, þeir mundu verða af því taginu, sem ekkert gat eða vissi, en lá við að rifna af monti! Þá var nú betra að fá að vinna með höndum sínum og vera maður, að fá að gera eitthvað myrkranna á milli, þangað til skrokkurinn var

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.