Dvöl - 01.07.1946, Side 26

Dvöl - 01.07.1946, Side 26
168 DVÖL sæng og kodda, rekkjuvoð, ein- í hverju af kvenmannsfötum, borð- Rannveig Ágústsdóttir er kornung , .... , .... stúlka, vestfirzk að ætt en alin upp í sknfli og — ketti! _ , , . , ,... Bolungarvik. Hun hefur lokið gagn- Hann hristil höfuðið Og kímir, fræðaprófi og dvaldist við nám í Sví- sýgur síðan upp í nefið, hagræðir þjóð á s. 1. ári. Hún er nú búsett á amerísku húfunni á höfðinu á sér ísafirði. Sögu þá, er hér birtist skrifaði og hraðar för sinni yfir að Ósum, hún nítJán ára sömul- Ein smásaga , ,, , . . ., hefur áður birzt eftir hana í tíma- þar sem nýlega kom ósymlegur ritinu Jörð„ stríðsmaður. v_____” _________ * T V □ V □ T N í Palestínu — Landinu helga — eru tvö vötn. Annað þeirra er ferskt, lífríkt og fullt af fiski. Grænár flesjur skrýða bakka þess, og trén rétta lim sitt út yfir fagran vatnsflötinn og teygja þyrstar rætur sínar út í það, til þess að drekka af svalandi lindum þess. Börnin leika sér glöð þarná á vatnsbakkanum á sama hátt og áður fyrr, þegar Hann var þar. Hann unni þessu vatni. Hann gat horft yfir silfurgljáðan flöt þess. þegar Hann var að tala við fólkið. Og þarna skammt úti á sléttunni mettaöi Hann fimm þús- undirnar. Jórdan-áin myndar þetta vatn og flytur það ofan úr fjöllunum. Þarna byggir fólkið hús sín og fuglar hreiður sín, og allt líf er þar fegurra og hamingjuríkara vegna tilveru vatnsins. En svo heldur Jórdan-áin áfram ferð sinni til suðurs, frá þessu vatni og rennur þar út í annað vatn. Þar er enginn fiskur, engin sporðablik, ekkert tindrandi laufblað, enginn fuglasöngur í lofti, engir barnshlátrar. Ferðamaöurinn velur sér aðrar leiðir, nema hann sé tilneyddur að fara þarna um, og þá hraðar hann för sinni sem hann má. Loftiö er þungt og nióskt yfir þessu vatni, og hvorki menn né dýr vilja drekka af því. Hvernig stendur á hinum mikla mun þessara tveggja vatna? Ekki er það' Jórdan-ánni að kenna. Hún flytur þeim báðum vatn frá sömu uppsprettum. Ekki landinu, sem umhverfis liggur. Nei, þetta er munurinn: Genesaret-vatnið tekur að vísu við' lindum Jórdan-árinnar, en skilar þeim aftur. Fyrir hvern dropa, sem það veitir viðtöku, gefur það annan. Hitt vatnið er nízkt. Það safnar öllu, sem það nær í; dag eftir dag, ár eftir ár, öld eftir öld. Það hefur enga löngun til gjafmildi. Það heldur hverjum dropa, sem það nær. Genesaret-vatn gefur — og lífið er þess. Hitt vatniö gefur aldrei neinum neitt. Það er kallað Dauöahaf. Það eru tvö vötn í Palestínu. Það er líka tvenns konar fólk til í heiminum. r ~ Rannveig Ágústsdóttir er kornung stúlka, vestfirzk að ætt en alin upp í Bolungarvík. Hún hefur lokið gagn- fræðaprófi og dvaldist við nám í Sví- þjóð á s. 1. ári. Hún er nú búsett á ísafirði. Sögu þá, er hér birtist skrifaði hún nítján ára gömul. Ein smásaga hefur áð'ur birzt eftir hana í tíma- ritinu „Jörð“. -_________________________________________J

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.