Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 27

Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 27
DVÖL 169 SEKT ÖNNU Eftir Kálmán Mikzsáth Dómararnir sátu á ráðstefnu. Úti var þoka, sem máði hélublómin af gluggum stóra, skuggalega hússins og lagðist fast upp að veggjum þess, Hvað höfðu líka blóm að gera á slíkum stað? Inni var þungt og mollulegt loft, það yar lykt af blautum loðkáp- urn og brennivíni, og viftan i efstu gluggarúðunni snerist hægt og stirðlega. Kviðdómararnir hölluðu sér þreytulega aftur á stólbökin. Annar þeirra lokaði augunum og hlustaði annars hugar á urgið í penna skrifarans, en hinn geispaði og bankaöi í borðið með pennan- um. Dómsforsetinn ýtti gleraug- unum til á nefinu á sér og þurrk- aöi sveitt enniö. Köld, grá augu hans horfðu rannsakandi til dyr- anna. — Eru fleiri þarna frammi? spurði hann vörðinn. Röddin var drafandi. — Stúlka — svaraði vörðurinn. — Látið hana koma inn. Hurðin opnaðist og stúlkan kom inn. Hreint loft barst inn með henni, það lék svalandi um andlit þeirra, sem inni voru. Áhrif þess voru eins og sólargeisli hefði brot- izt gegn um þokuna og héluna á gluggunum. Hvað hún var lítil og snotur! Rósóttur kjóllinn féll mjúkt að fagurlimuðum líkamanum, hreyf- ingar hennar voru léttar og eitt- hvað hrífandi við allt hennar fas. Þó var hún niðurlút og áhyggju- full á svipinn. — Hvað viltu, barn? spyr dóms- forsetinn kærulaust. Hann er strangur embættismaður og þekkir ekkert til samúðar. Stúlkan lagar svarta klútinn á höfði sér og varp- ar öndinni þungt. — Ég hef þungar áhyggjur, mjög þungar, svarar hún. Röddin er þýð og angurvær, hún hrærir hjartað eins og fagur söngur, sem ómar í loftinu eftir að hann er í rauninni þagnaður. Dómararnir verði mýkri á svipinn og meira að segja mynd- irnar af konunginum og lands- dómaranum, sem hanga uppi á vegg sýnast örfa hana til að tala.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.