Dvöl - 01.07.1946, Page 28

Dvöl - 01.07.1946, Page 28
170 DVÖI, f---------------------------------~^ Kálman Mikzsáth er ungverskur rit- höfundur, f. 1849 og dáinn fyrir 35 árum. Hann lagði fyrst stund á lög- fræði, en lagði síðar fyrir sig blaða- mennsku, og vann sér brátt álit sem vinsæll rithöfundur. Hann varð seinna þingmaður í Budapest og kunnur stjórnmálamaður, en þó eru það skáld- rit hans, sem halda nafni hans á lofti eftir dauða hans. Hann er hóg- vær og látlaus í mannlífslýsingum sínum, og bregður oft fyrir sig góð- látlegri gamansemi. En samúð hans með smælingjum og virðing fyrir rétt- lætiskennd æð'ri sem lægri er einlæg, eins og ráða má af smásögunni, sem hér birtist. Hann var afkastamikill rithöfundur og eru heildarverk hans gefin út í 32 bindum. Ein kunnasta skáldsaga hans nefnist „Regnhlíf Sankti-Péturs", og hefur verið þýdd á Norðurlandamál. Hér hefir hún bréfið, þar stend- ur það allt saman, hún þarf bara að ná bréfinu úr barmi sínum upp undan bolnum. Óhræsis reimin! Þarna bilaði hún! í fátinu, sem á hana kemur, missir stúlkan bréfið á gólfið. Það er átakanlegt að sjá, hvað hún er vandræðaleg, en dómsforsetinn lítur ekki einu sinni á hana, en réttir aðeins fram þykka höndina eftir bréfinu. — Dómsúrskurður, tautar hann á meðan hann er að lesa það. — Anna Bede hefur verið dæmd í fangelsi í hálft ár, og á að fara inn í dag. Stúlkan kinkar kolli til sam- þykkis og verður enn þá niðurlút- ari. Við það rennur klúturinn aft- ur af hnakka hennar, og svart hár- ið fellur fram yfir andlitið. Það kemur sér vel, að hárið hylur and- lit hennar, þvi að hún hefur eld- roðnað. — Við fengum bréfið fyrir viku síðan, stamar hún. Dómarinn kom sjálfur með það og las okkur það. Þá sagði mamma mín: „Farðu, dóttir mín, lög eru lög, þetta er ekkert spaug.“ Þess vegna er ég nú komin hér til þess að afplána sektina. Dómsforsetinn þurrkar gleraug- un tvisvar og rennir köldum rann- sóknaraugum um herbergið, en stóri járnofninn starir á móti með samúðarvana eldaugum sínum, eins og hann vildi segja: „Lög eru lög.“ Forsetinn les bréfið aftur og aftur, þetta flúraða hrafnaspark á hvítum pappírnum merkir það sama hvað oft sem það er lesið: Anna Bede hefur verið dæmd í missiris fangelsi fyrir að hylma yfir þjófnað. Loftviftan er nú farin að snúast með ofsahraða, það er farið að hvessa úti. Rúðurnar glamra í gluggunum, og það er eins og illur andi hvæsi úti fyrir: „Lög eru lög.“ Miskunnarlaust höfuð dómarans hneigir sig til samþykkis við þessa rödd frá undirheimum, og þykka höndin hringir bjöllu til að kalla á vörðinn.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.