Dvöl - 01.07.1946, Síða 31

Dvöl - 01.07.1946, Síða 31
DVÖL 173 Athyglisvcrð og áhrifamikil frásögn um faijruAtu náttúfukafntfarir /hmeríku EFTIR JO CHAMBERLIN í apríl 1906 stóð San Francisco- borg á hátindi framtaks og þróun- ar. Allar búðir voru troðfullar, leikhúsin alltaf yfirfull og gisti- húsin urða að úthýsa fólki vegna rúmleysis. íbúarnir voru 400 þús- und. Þriðjudaginn 17. apríl söng Enrico Caruso í Carmen í Grand Opera. Þeir, sem seinast fóru að hátta þá nótt, voru ekki nema rétt lagztir út af þegar þeir köstuðust aftur fram úr rúmunum. Húsin léku á reiðiskjálfi, reykháfar hrundu og húsgögn og innan- stokksmunir ultu um og brotnuðu. Jörðin sjálf engdist sundur og saman eins og í krampateygjum. Gínandi hyldýpisgjár opnuðust í götunum. Þessi jarðskjálfti, sem valdið hef- ur mestum skaða í sögu Banda- ríkjanna, reið yfir San Francisco með ógnarafli miðvikudaginn 18. apríl klukkan 5.13 að morgni. Sterkustu kippirnir stóðu í 48 sekúndur, en mönnum fannst þeim aldrei ætla að linna. Síðan komu minni kippir öðru hverju allan daginn og lögðu byggingar í rúst- ir, slitu háspenntar rafmagns- leiðslur og gasleiðslur og veltu um koll heilum járnbrautarlestum. Jarðskjálftinn heimsótti fleiri héruð í Kaliforpiu. Hans varð vart á 400 kílómetra löngu svæði meðfram Kyrrahafinu. Hann virt- ist fylgja hinu svonefnda San Andreas jarðfalli, sem er eldgöm- ul jarðsprunga. Jarðvegurinn lyft- ist meira en einn metra og færð- ist til hliðar um 2.7 metra til jafn- aðar. Stærðar tré, sem uxu í jarð- fallinu, brotnuðu eins og eldspýtur. íbúðarhús og útihús slitnuðu sund- ur í miðju og í vegina komu ótal sprungur. Þær byggingar í San Francisco, sem voru með stálgrind og reistar á traustum grunni, rugguðu fram og aftur, en féllu þó ekki. Eins var með byggingar úr járnbentri stein- steypu. En á fáeinum ægilegum sekúndum kom í ljós ótraustleiki ýmsra sambygginga og annarra, sem byggðar voru af hinum og öðr- um bygginga-spekúlöntum„ Ráð- húsið, sem hafði kostað 7 milljónir dollara, hrundi til grunna og dóm- höllin, ásamt fangelsi borgarinn- ar, laskaðist stórkostlega. Fang- arnir héldu að verið væri að reyna

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.