Dvöl - 01.07.1946, Síða 47

Dvöl - 01.07.1946, Síða 47
DVÖL 189 kysstist. Er Jye kallaði alla kvik- myndaleikara „rafmagnsfólk“. — Þessar hugmyndir hennar voru svo rótgrónar, að hún hafði aldrei haft neina löngun til þess að fara og sjá talmynd. Einhvern tímann áður fyrr, er hún hafði horft á þögla kvikmynd, hafði hún ekk- ert orðið hrifin. Hvert sinn, sem „rafmagnsfólkið' kysstist, fól hún andlitið í höndum sér. En brátt fór henni að berast til eyrna, að í myndum þessum gæfi að heyra tal, hlátur og söng. í fyrstu datt henni ekki í hug að trúa því, en þegar sama sagan barst hvaðanæva, vaknaði forvitni hennar, og hún fastréð að ganga sjálf úr skugga um, hvernig í því lægi. Er Lau Lau og hinir meðlim- ir fjölskyldunnar höfðu eigi held- ur orðið svo fræg að sjá hljóm- mynd, og þar sem svo heppilega vildi til, að Er Jye áskotnaðist nokkurt fé i spilum einmitt um þær mundir, bauð hpn þeim í bíó — öll- um með tölu. Konunum Er Lau Lau, San Jyou Ma og Sz Yi, drengj- unum Syau Tu, Syau Shun og Sz Gou Dz — öllum var boðið með kurt og pí. Er Lau Lau var jafnan vön að taka á sig náðir úr því, að sól var setzt. Kvöldsýning kom því ekki til mála, og allir urðu ásáttir um að halda svo snemma af stað að heiman, að þau gætu séð hálf-þrjú sýninguna. Þar sem bíóferðir eiga að vera mönnum til skemmtunar og upplyftingar, afréðu þau að leggja af stað klukkan tólf. Þegar það kom fyrir, sem var þó ýkjasjaldan, að Er Jye þurfti að taka á móti einhverjum á járn- brautarstöðinni eða eitthvað því- umlíkt, var hún ávallt vön að leggja af stað sjö eða átta stund- um fyrr. Fyrr þetta sama ár, þeg- ar maður hennar ætlaði með eim- lest til Tientsin, hafði Er Jye hvatt hann til að fara til stöðvarinnar þremur dögum áður en lestin átti að fara. Hún óttaðist sem sé, að hann fengi ekki sæti, ef hann færi seinna. En þótt snemma sé af stað far- ið, er ekki þar með víst, að tíman- lega sé komið á áfangastaðinn. Enda þótt þau hefðu sagzt ætla af stað á hádegi, var enginn farinn að hreyfa sig, er klukkuna vantaði fjórðung í eitt. Síðustu fimmtán mínúturnar hafði Er Lau Lau ver- ið að leita að gleraugunum sínum — en hún leitaði langt yfir skammt, þar sem gleraugun voru þegar í pússi hennar. Þá umturn- aði San Jyou Ma fjórum kössum, er hún var að leita að hnappi, en á endanum smeygði hún yfir sig kjól, sem engan hnappinn þurfti í. Sz Gou Dz tafði einnig tímann, með því að þvo sér í framan í meira en fimmtán mínútur. Sú helgiathöfn tók misjafnlega lang- an tíma, eftir því hvert tilefnið var. Oft eyddi hann allt að fjörutíu

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.