Dvöl - 01.07.1946, Síða 55

Dvöl - 01.07.1946, Síða 55
D VÖL 197 legri ólund, sem þó vakti hlýhug og hóf kynningu. Svipur hans var þver og röddin blátt áfram óvingjarnleg, og þó — ég veit ekki hvernig hann fór að því — en mér hlýnáði af þakklæti þegar Feiti Karl var orðinn mér svo kunnugur, að hann sneri sínu fúla svínstrýni að mér og sagði ó- þolinn: „Jæja. hvað viltu?“ Þessa spurði hann alltaf, þótt hann veitti aldrei annað en viský og aðeins eina tegund af því. Ég hef séð hann þverneita nýjum gesti um að kreista sítrónusafa saman við það. Feiti Karl var á móti öllu nýjabrumi. Hann batt stórt handklæði um sig miðj- an og á því þurrkaði hann glösin meðan hann gekk um beina. Gólfið var úr tré, stráð sagi, drykkjarborðið gamall búðardiskur, stólarnir harð- ir með beinu baki; eina skrautiö voru auglýsingar þær, kort og myndir, sem frambjóðendur tíl sveitarstjórnarkosninga, sölumenn og upp- boðshaldarar höfðu fest á veggina. Sumt af þessu var margra ára. T. d. hékk þarna enn þá ávarp frá Rittal hreppstjóra, sem óskaði eftir end- urkjöri, en Rittal var dáinn fyrir sjö árum. Meira að segja í mínum eyrum hljómar lýsingin á Buffalóvínstofunni ákaflega ömurlega, en þegar þú haföir rölt eftir dimmum götum, eftir timburgangstéttum, og fenjaþokan vafizt um þig eins og óhrein, blakt-

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.