Dvöl - 01.07.1946, Side 59

Dvöl - 01.07.1946, Side 59
DVÖL 201 „En hvers vegna gerir hann þetta? Hvaða gaman hefur hann af að hlusta, ef hann skilur ekkert?“ Alex vafði sér vindling og kveikti í. „Það hefur hann ekki, en hann elskar viský. Hann veit, að ef hann hlerar við glugga, kemur hingað og endurtekur það, sem hann hefur heyrt, þá gefur einhver honum viský. Hann reynir að heyra skraf frú Ratz við búðarlokurnar, eða stælur Jerry Nolands við mömmu sína, en fyrir slík samtöl fær hann ekki viský.“ Ég sagði: „En að enginn skuli hafa skotið hann, þegar hann liggur á gluggunum." Alex velti vindlingnum sínum. „Margir hafa reynt það, en þú sérð Bjarnar-Jóa alls ekki, og þú nærð honum ekki. Þú lokar vel gluggunum og talar samt í hvíslingum, ef þú ætlar ekki að láta herma eftir þér. Þú varst heppinn, hvað dimmt var í kvöld. Hefði hann séð þig, hefði hann máski látið hreyfingarnar fylgja með. Þú ættir að sjá þegar Bjarnar-Jói skælir smettið á sér til að líkja eftir ungri stúlku. Það er fremur viðbjóðslegt.“ Mér var litið á skrokkinn, sem lá undir borðinu. Bjarnar-Jói sneri hnakkanum að okkur og ljósið skein á svartan hárlubbann. Ég sá stóra flugu setjast á hausinn á honum og ég get svarið, að þá kipptist allt höfuðleörið til, eins og þegar hestar yppta til bjórnum undan flugum. Flugan settist aftur og kippirnir í höfuðleðrinu hristu hana af. Það fór hrollur um mig allan. Samræðurnar í stofunni höfðu hnigið í lágróma suð. Feiti Karl hafði gljáð glös á þurrku-svuntu sinni síðustu tíu mínúturnar. í námd við mig ræddi hópur manna um hanaat og hundaat, og smátt og smátt.leiddu þeir talið að nautaati. Alex, sem stóð hjá mér, sagði: „Komdu og fáðu dropa.“ Við gengum að borðinu. Feiti Karl kom með tvö glös og sagði: „Hvað viljið þið?“ Hvorugur okkar svaraði. Karl hellti brúnu viskýinu í glösin. Hann leit fýlulega á mig og deplaði alvarlega til mín öðru þungu augnalokinu. Hvers vegna veit ég ekki, en mér fannst þetta uppörfandi. Karl hnykkti til höfðinu í áttina að spilaborðinu. „Sá hremmdi þig.“ Ég drap aftur tittlinga framan í hann. „Tek hund með mér næst.“ Ég stældi stuttaralegt orðalag hans. Við drukkum viskýið og snerum aftur að stólum okkar. Timothy Ratz vann einn kabal, stokkaði spil sín og flutti sig að borðinu. Ég leit aftur til borösins, sem Bjarnar-Jói lá undir. Nú lá hann á maganum og sneri heimskulegu, brosandi andlitinu að stofunni. Hann

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.