Hlín - 01.01.1944, Page 9
Hlín
7
Stjórn K. R. F. í. og fulltrúaráði var í'alið að annast um
aukna fræðslustarfsemi í r jettindamálum kvenna víðsveg-
ar um landið til þess að glæða skilning og áhuga kvenna
á þjóðfjelagsmálum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn K. R. F. í. og full-
trúaráð sæki um árlegan styrk úr ríkissjóði til að standa
straum af árlegum fulltrúafundum og fræðslustarfsemi
K. R. F. í., auk Landsfundanna.
í ávarpi því, sem sent var út fyrir íundinn, er komist
svo að orði: „Þótt fullkomið jafnrjetti sje fengið milli
kynjanna, er þó mikil þörf á að safna konurn saman til
þess að leggja hönd á plóginn við hlið karlmannsins til
þess að pæla hið pólitíska þýfi, því konurnar hafa sömu
skyldum að gegna og karlmennirnir um að leggja fram
krafta sína til þess að skapa heilbrigt þjóðfjelag. Þær hafa
margvíslega sjerþekkingu frá sínu starfssviði og sinni lífs-
reynslu, sem koma myndi þjóðarbúinu að gagni, ef hún
fengi að koma fram.
Það er ekki hægt að tala um lýðræði þar sem karlmenn-
irnir einir fara með völd og helmingur þjóðarinnar, kon-
urnar, hafa engin áhrif á þjóðmálin. Að sönnu höfum
við konur kosningarjett, en enga konu eigum við á Al-
jringi eða í ríkisstjórn og fáar í bæjar- eða sveitastjórn-
um, eða nokkrum áhrifastöðum.
Það er engin furða, þótt rjettar kvenna sje ekki
gætt í löggjöf og framkvæmd, sem konur fjalla ekkert
um.
Svohljóðandi tillaga var samþykt á Landsfundinum:
6. Landsfundur kvenna skorar á stjórn og fulltrúaráð
K. R. F. í. að beita sjer fyrir fjársöfnun meðal kvenna
og kvenfjelaga landsins til minningar um frú Bríeti
Bjarnlijeðinsdóttur og hið merka starf hennar í þágu
kvenrjettindamálanna á íslandi.