Hlín - 01.01.1944, Síða 10
8
Hlín
Umferðakensla í Suður-Þingeyjarsýski.
Eins og þrjá undanfarna vetur hafði jeg á hendi um-
ferðakenslu fyrir Samband norðlenskra kvenna fyrri
hluta vetrar 1943—44. Fór sú kensla fram að þessu sinni
í Suður-Þingeyjarsýslu. Var ákveðið að farið yrði um
Aðaldal, Mývatnssveit, Reykjadal og Húsavík.
Sambandsstjórn Kvenfjelaga sýslunnar gekst fyrir
námsskeiðunum og ákvað dvalarstaði í samráði við for-
stöðukonur deildanna, er einnig sáu um flutning milli
staða. Gekk hann allstaðar mjög greiðlega, því bílvegir
eru góðir um allar sveitirnar. Færi og veðurfar var hið
ákjósanlegasta um J^etta leyti.
Fyrstu tvö námsskeiðin voru haldin í Aðaldal, þar sem
Jrjettbýli er nokkurt beggja megin Laxár, skamt frá hinni
miklu raforkustöð Akureyrar. — Þegar jeg sá blikandi
rafmagnsljósin álengdar frá bæjunum í grendinni, hugði
jeg að þau væru frá Laxárstöðinni, en það var ekki, því
þarna eru víðast vindralstöðvar. En vonandi verður þess
ekki langt að bíða, að næstu sveitirnar fái rafmagn frá
Jressari stöð.
Norðan við ára og niður um hraunið eru hinar svo-
kölluðu Hvammar. — Bærinn Klömbur stendur ofan
við hraunið, þar hófst fyrsta námsskeiðið í nýlegu íbúð-
arhúsi, var öllu haganlega fyrirkomið og rúmgott, þótt
nemendur væru margir.
Hinumegin við Laxá eru Staðarbæirnir, einn þeirra
er Staðarhóll, sem er eitt af nýbýlum þeim, sem bygð
hafa verið í Grenjaðarstaðalandi. Þar var hittnámsskeiðið
í Aðaldal haldið. — Á Grenjaðarstað var fyrir nokkrum
árum reist íbúðarhús fyrir prestinn, stendur húsið rjett
lijá gamla bænum. Er búið í nokkru af honum, stóð þar
yfir barnaskóli sveitarinnar, en í ráði er að byggja á næst-